Veður

Suð­vestan og dá­lítil él fyrri partinn en hvassara á Austur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Veður fer kólnandi og má reikna með frosti eitt til tíu stig seinnipartinn.
Veður fer kólnandi og má reikna með frosti eitt til tíu stig seinnipartinn. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðvestan og vestan golu eða kalda fyrri part dags og dálitlum éljum, en hvassara á Austurlandi með rigningu eða snjókomu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstorfunnar segir að þegar líður á daginn stytti upp víða um land og lægi fyrir austan. Kólnandi veður og má reikna með frosti eitt til tíu stig seinnipartinn.

„Fremur hægur vindur víðast hvar á morgun og bjart með köflum, en það verður lítilsháttar snjókoma austantil á landinu og við vesturströndina má búast við stöku éljum. Áfram svalt í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil snjókoma austantil á landinu, annars bjart með köflum, en stöku él við vesturströndina. Frost 1 til 12 stig.

Á fimmtudag: Fremur hæg breytileg átt og dálítil él á víð og dreif. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Austan og norðaustan 5-10 og lítilsháttar él, en þurrt á Vesturlandi. Hvessir syðst á landinu síðdegis. Áfram svalt í veðri.

Á laugardag: Norðaustanátt og dálítil él, en þurrt um landið suðvestanvert. Dregur úr frosti.

Á sunnudag og mánudag: Norðaustlæg átt. Snjókoma eða slydda norðan- og austanlands, en úrkomulítið suðvestantil. Hiti kringum frostmarki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×