Palhinha hetja Fulham | Sigurganga Newcastle á enda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 17:30 Fulham vann góðan sigur í dag. John Walton/Getty Images Fimm af sex leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Crystal Palace vann góðan útisigur á Bournemouth, Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton. Þá gerði Newcastle United markalaust jafntefli við Leeds United. Þar á undan hafði Manchester United unnið Úlfana en nágrannar þeirra í City náðu aðeins jafntefli gegn Everton. Crystal Palace skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og gerði í raun út um leikinn gegn Bournemouth. Jordan Ayew skoraði á 19. mínútu og Eberechi Eze skoraði á 36. mínútu. Michael Olise lagði upp bæði mörkin. Staðan 0-2 í hálfleik sem og þegar flautað var til leiksloka. Palace er í 11. sæti með 22 stig eftir 16 leiki á meðan Bournemouth er í 15. sæti með 16 stig. FULL-TIME AFC Bournemouth 0-2 Crystal PalaceJordan Ayew and Ebere Eze s first-half goals win the three points for Patrick Vieira s side#BOUCRY pic.twitter.com/6X1KguVvGO— Premier League (@premierleague) December 31, 2022 Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton í Lundúnum. James Ward-Prowse varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik en skoraði í rétt mark í síðari hálfleik og stefndi allt í 1-1 jafntefli. Joao Palhinha var ekki sama sinnis og tryggði Fulham 2-1 sigur með marki undir lok venjulegs leiktíma. Í uppbótartíma fékk Aleksandar Mitrović tækifæri til að endanlega tryggja sigurinn en Gavin Bazunu varði þá vítaspyrnu hans. Sigurinn lyftir Fulham upp í 7. sæti með 25 stig að loknum 17 leikjum. Southampton er á botninum með 12 stig að loknum 17 leikjum. Þá tókst Newcastle og Leeds ekki að skora svo leiknum lauk með markalausu jafntefli. Newcastle hafði unnið sex deildarleiki í röð fyrir leik dagsins. FULL-TIME Newcastle 0-0 LeedsLeeds hold firm to deny Newcastle a seventh consecutive #PL win#NEWLEE pic.twitter.com/0ml23Nb7x3— Premier League (@premierleague) December 31, 2022 Eftir leiki dagsins er Newcastle United í 3. sæti með 34 stig að loknum 17 leikjum á meðan Leeds er í 14. sæti með 16 stig að loknum 16 leikjum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Crystal Palace skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og gerði í raun út um leikinn gegn Bournemouth. Jordan Ayew skoraði á 19. mínútu og Eberechi Eze skoraði á 36. mínútu. Michael Olise lagði upp bæði mörkin. Staðan 0-2 í hálfleik sem og þegar flautað var til leiksloka. Palace er í 11. sæti með 22 stig eftir 16 leiki á meðan Bournemouth er í 15. sæti með 16 stig. FULL-TIME AFC Bournemouth 0-2 Crystal PalaceJordan Ayew and Ebere Eze s first-half goals win the three points for Patrick Vieira s side#BOUCRY pic.twitter.com/6X1KguVvGO— Premier League (@premierleague) December 31, 2022 Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton í Lundúnum. James Ward-Prowse varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik en skoraði í rétt mark í síðari hálfleik og stefndi allt í 1-1 jafntefli. Joao Palhinha var ekki sama sinnis og tryggði Fulham 2-1 sigur með marki undir lok venjulegs leiktíma. Í uppbótartíma fékk Aleksandar Mitrović tækifæri til að endanlega tryggja sigurinn en Gavin Bazunu varði þá vítaspyrnu hans. Sigurinn lyftir Fulham upp í 7. sæti með 25 stig að loknum 17 leikjum. Southampton er á botninum með 12 stig að loknum 17 leikjum. Þá tókst Newcastle og Leeds ekki að skora svo leiknum lauk með markalausu jafntefli. Newcastle hafði unnið sex deildarleiki í röð fyrir leik dagsins. FULL-TIME Newcastle 0-0 LeedsLeeds hold firm to deny Newcastle a seventh consecutive #PL win#NEWLEE pic.twitter.com/0ml23Nb7x3— Premier League (@premierleague) December 31, 2022 Eftir leiki dagsins er Newcastle United í 3. sæti með 34 stig að loknum 17 leikjum á meðan Leeds er í 14. sæti með 16 stig að loknum 16 leikjum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira