Íslenski boltinn

Áramótabomba í Breiðholtinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Omar Sowe ásamt Vigfúsi Arnari Jósepssyni, þjálfara Leiknis, við undirskriftina.
Omar Sowe ásamt Vigfúsi Arnari Jósepssyni, þjálfara Leiknis, við undirskriftina. leiknir

Gambíski framherjinn Omar Sowe er genginn í raðir Lengjudeildarliðs Leiknis R. Hann kemur frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Sowe fæddist í Gambíu en ólst upp í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann var samningsbundinn New York Red Bulls og lék einn leik fyrir aðallið félagsins.

Sowe, sem er 22 ára, lék tuttugu leiki í deild og bikar með Breiðabliki á síðasta tímabili og skoraði fjögur mörk. Blikar urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum.

Hlutskipti Leiknis varð hins vegar að falla eftir tveggja ára veru í Bestu deildinni. Eftir tímabilið hætti Sigurður Heiðar Höskuldsson sem þjálfari Leiknis og Vigfús Arnar Jósepsson tók við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×