Segir 2022 hafa verið sitt erfiðasta ár til þessa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 18:01 Reece James meiddist enn á ný gegn Bournemouth. Visionhaus/Getty Images Reece James, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir árið 2022 vera eitt það erfiðasta sem hann hefur upplifað. Hann missti af HM í Katar vegna meiðsla og meiddist aftur í fyrsta leik Chelsea eftir HM pásuna. James leikur sem hægri bakvörður eða vængbakvörður hjá Chelsea. Talið var næsta öruggt að hann yrði í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu í Katar en leikmaðurinn er í miklu uppáhaldi hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. James meiddist hins vegar fyrir mót og missti af HM. Hann sneri til baka í byrjunarlið Chelsea þegar liðið mætti Bournemouth í gær, þriðjudag. Hann þurfti að fara af velli þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Chelsea vann leikinn 2-0 en Graham Potter, þjálfari Chelsea, hefur áhyggjur af þessum öfluga leikmanni. "Reece was playing well and he's a top player." Chelsea manager Graham Potter was happy to get back to winning ways, but Reece James early exit gives is a concern to him pic.twitter.com/4rSh0blFjd— Mirror Football (@MirrorFootball) December 28, 2022 „Þetta eru sömu meiðsli og fyrir HM svo við höfum áhyggjur. Hann fann fyrir verk en við þurfum að sjá til hversu alvarlegt þetta er. Hann var verulega vonsvikinn yfir því að komast ekki til Katar, það var mikið högg. Hann er frábær leikmaður og gæti spilað í öllum bestu liðum heims,“ sagði Potter en nú hefur verið staðfest að James verði frá í mánuð hið minnsta. James hefur tjáð sig um meiðslin á Instagram-síðu sinni: „Árið 2022 hefur verið erfiðasta ár lífs míns til þessa. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn í ár. Meiðslin hafa tekið sinn toll andlega en lífið snýst um að vinna með þá hönd sem þér hefur verið gefin og það er það sem ég er að reyna gera í dag.“ „Ég vona að lok ársins hjá ykkur séu uppfull af frið, hamingju og gleði. Elska ykkur öll, sé ykkur á næsta ári.“ View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Chelsea er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 15 leikjum. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
James leikur sem hægri bakvörður eða vængbakvörður hjá Chelsea. Talið var næsta öruggt að hann yrði í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu í Katar en leikmaðurinn er í miklu uppáhaldi hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. James meiddist hins vegar fyrir mót og missti af HM. Hann sneri til baka í byrjunarlið Chelsea þegar liðið mætti Bournemouth í gær, þriðjudag. Hann þurfti að fara af velli þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Chelsea vann leikinn 2-0 en Graham Potter, þjálfari Chelsea, hefur áhyggjur af þessum öfluga leikmanni. "Reece was playing well and he's a top player." Chelsea manager Graham Potter was happy to get back to winning ways, but Reece James early exit gives is a concern to him pic.twitter.com/4rSh0blFjd— Mirror Football (@MirrorFootball) December 28, 2022 „Þetta eru sömu meiðsli og fyrir HM svo við höfum áhyggjur. Hann fann fyrir verk en við þurfum að sjá til hversu alvarlegt þetta er. Hann var verulega vonsvikinn yfir því að komast ekki til Katar, það var mikið högg. Hann er frábær leikmaður og gæti spilað í öllum bestu liðum heims,“ sagði Potter en nú hefur verið staðfest að James verði frá í mánuð hið minnsta. James hefur tjáð sig um meiðslin á Instagram-síðu sinni: „Árið 2022 hefur verið erfiðasta ár lífs míns til þessa. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn í ár. Meiðslin hafa tekið sinn toll andlega en lífið snýst um að vinna með þá hönd sem þér hefur verið gefin og það er það sem ég er að reyna gera í dag.“ „Ég vona að lok ársins hjá ykkur séu uppfull af frið, hamingju og gleði. Elska ykkur öll, sé ykkur á næsta ári.“ View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Chelsea er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 15 leikjum.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26