Segir 2022 hafa verið sitt erfiðasta ár til þessa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 18:01 Reece James meiddist enn á ný gegn Bournemouth. Visionhaus/Getty Images Reece James, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir árið 2022 vera eitt það erfiðasta sem hann hefur upplifað. Hann missti af HM í Katar vegna meiðsla og meiddist aftur í fyrsta leik Chelsea eftir HM pásuna. James leikur sem hægri bakvörður eða vængbakvörður hjá Chelsea. Talið var næsta öruggt að hann yrði í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu í Katar en leikmaðurinn er í miklu uppáhaldi hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. James meiddist hins vegar fyrir mót og missti af HM. Hann sneri til baka í byrjunarlið Chelsea þegar liðið mætti Bournemouth í gær, þriðjudag. Hann þurfti að fara af velli þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Chelsea vann leikinn 2-0 en Graham Potter, þjálfari Chelsea, hefur áhyggjur af þessum öfluga leikmanni. "Reece was playing well and he's a top player." Chelsea manager Graham Potter was happy to get back to winning ways, but Reece James early exit gives is a concern to him pic.twitter.com/4rSh0blFjd— Mirror Football (@MirrorFootball) December 28, 2022 „Þetta eru sömu meiðsli og fyrir HM svo við höfum áhyggjur. Hann fann fyrir verk en við þurfum að sjá til hversu alvarlegt þetta er. Hann var verulega vonsvikinn yfir því að komast ekki til Katar, það var mikið högg. Hann er frábær leikmaður og gæti spilað í öllum bestu liðum heims,“ sagði Potter en nú hefur verið staðfest að James verði frá í mánuð hið minnsta. James hefur tjáð sig um meiðslin á Instagram-síðu sinni: „Árið 2022 hefur verið erfiðasta ár lífs míns til þessa. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn í ár. Meiðslin hafa tekið sinn toll andlega en lífið snýst um að vinna með þá hönd sem þér hefur verið gefin og það er það sem ég er að reyna gera í dag.“ „Ég vona að lok ársins hjá ykkur séu uppfull af frið, hamingju og gleði. Elska ykkur öll, sé ykkur á næsta ári.“ View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Chelsea er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 15 leikjum. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
James leikur sem hægri bakvörður eða vængbakvörður hjá Chelsea. Talið var næsta öruggt að hann yrði í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu í Katar en leikmaðurinn er í miklu uppáhaldi hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. James meiddist hins vegar fyrir mót og missti af HM. Hann sneri til baka í byrjunarlið Chelsea þegar liðið mætti Bournemouth í gær, þriðjudag. Hann þurfti að fara af velli þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Chelsea vann leikinn 2-0 en Graham Potter, þjálfari Chelsea, hefur áhyggjur af þessum öfluga leikmanni. "Reece was playing well and he's a top player." Chelsea manager Graham Potter was happy to get back to winning ways, but Reece James early exit gives is a concern to him pic.twitter.com/4rSh0blFjd— Mirror Football (@MirrorFootball) December 28, 2022 „Þetta eru sömu meiðsli og fyrir HM svo við höfum áhyggjur. Hann fann fyrir verk en við þurfum að sjá til hversu alvarlegt þetta er. Hann var verulega vonsvikinn yfir því að komast ekki til Katar, það var mikið högg. Hann er frábær leikmaður og gæti spilað í öllum bestu liðum heims,“ sagði Potter en nú hefur verið staðfest að James verði frá í mánuð hið minnsta. James hefur tjáð sig um meiðslin á Instagram-síðu sinni: „Árið 2022 hefur verið erfiðasta ár lífs míns til þessa. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn í ár. Meiðslin hafa tekið sinn toll andlega en lífið snýst um að vinna með þá hönd sem þér hefur verið gefin og það er það sem ég er að reyna gera í dag.“ „Ég vona að lok ársins hjá ykkur séu uppfull af frið, hamingju og gleði. Elska ykkur öll, sé ykkur á næsta ári.“ View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Chelsea er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 15 leikjum.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26