Erlent

Kokkurinn sem fann upp á tikk­a masala er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ali Ahmed Aslam er látinn.
Ali Ahmed Aslam er látinn.

Ali Ahmed Aslam, kokkurinn sem fann upp á tikka masala-kjúklingaréttinum er látinn, 77 ára að aldri. Hann hafði rekið veitingastaðinn Shish Mahal í Glasgow í Skotlandi í 58 ár. 

Aslam er sagður hafa komið með hugmyndina að tikka masala þegar viðskiptavinir hans kvörtuðu yfir því að tikka-kjúklingarétturinn væri of þurr. Hann bætti þá við rjómalagaðri tómatsúpu og úr varð tikka masala. Rétturinn er einn sá vinsælasti í heimi og fæst á flestum austurlenskum veitingahúsum heimsins. 

Rétturinn varð til á veitingahúsi hans, Shish Mahal, í Glasgow, stærstu borg Skotlands. Aslam fæddist í Pakistan en flutti ungur að aldri til Skotlands og bjó þar næstum alla sína ævi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×