Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2022 13:44 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað ferðast til Rússlands og hitt Pútín. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. Fyrr í dag fóru bæði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, til Hvíta-Rússlands en ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því undanfarna daga að Rússar gætu mögulega verið að undirbúa aðra atlögu að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, sagðist í síðustu viku handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir væru að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Hernaðarsérfræðingar og ráðamenn á Vesturlöndum hafa margir lýst yfir efasemdum um þessar yfirlýsingar Úkraínumanna og segja óljóst hvort rússneski herinn hafi burði til að opna nýja víglínu að svo stöddu. Sjá einnig: Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Þá hefur lengi verið talið að Pútín vilji að Lúkasjenka taki beinan þátt í innrás Rússa í Úkraínu en einræðisherrann hefur forðast það hingað til. Það er ekki að ástæðulausu en her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir. Lukasjenka er þar að auki ólíklegur til að vilja fara í herkvaðningu af ótta við að vopnvæða stóran hluta þjóðarinnar. Sergei Surovikin, sem stýrir innrásinni í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.AP/Gavriil Grigorov Rússar fluttur hermenn aftur til Hvíta-Rússlands í október og eru þeir sagðir eiga að stunda heræfingar þar með her Hvíta-Rússlands. Úkraínumenn segja samkvæmt Reuters að viðræðurnar í dag snúist um frekari árásir gegn Úkraínu og aðkomu hers Hvíta Rússlands að þeim. AP fréttaveitan segir að viðræður Pútíns og Lúkasjenka muni mögulega snúast um það að Hvít-Rússar eigi líklega vopn og skotfæri frá tímum Sovétríkjanna sem Rússar gætu notað. Fregnir hafa borist af því að Rússa skorti skotfæri fyrir stórskotalið. Sjá einnig: Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Pútín fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað farið til Rússlands og hitt Pútín þar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47 Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Fyrr í dag fóru bæði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, til Hvíta-Rússlands en ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því undanfarna daga að Rússar gætu mögulega verið að undirbúa aðra atlögu að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, sagðist í síðustu viku handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir væru að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Hernaðarsérfræðingar og ráðamenn á Vesturlöndum hafa margir lýst yfir efasemdum um þessar yfirlýsingar Úkraínumanna og segja óljóst hvort rússneski herinn hafi burði til að opna nýja víglínu að svo stöddu. Sjá einnig: Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Þá hefur lengi verið talið að Pútín vilji að Lúkasjenka taki beinan þátt í innrás Rússa í Úkraínu en einræðisherrann hefur forðast það hingað til. Það er ekki að ástæðulausu en her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir. Lukasjenka er þar að auki ólíklegur til að vilja fara í herkvaðningu af ótta við að vopnvæða stóran hluta þjóðarinnar. Sergei Surovikin, sem stýrir innrásinni í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.AP/Gavriil Grigorov Rússar fluttur hermenn aftur til Hvíta-Rússlands í október og eru þeir sagðir eiga að stunda heræfingar þar með her Hvíta-Rússlands. Úkraínumenn segja samkvæmt Reuters að viðræðurnar í dag snúist um frekari árásir gegn Úkraínu og aðkomu hers Hvíta Rússlands að þeim. AP fréttaveitan segir að viðræður Pútíns og Lúkasjenka muni mögulega snúast um það að Hvít-Rússar eigi líklega vopn og skotfæri frá tímum Sovétríkjanna sem Rússar gætu notað. Fregnir hafa borist af því að Rússa skorti skotfæri fyrir stórskotalið. Sjá einnig: Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Pútín fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað farið til Rússlands og hitt Pútín þar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47 Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31
Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48
Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47
Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04