Íslenski boltinn

Beitir leggur hanskana á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Beitir Ólafsson hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum.
Beitir Ólafsson hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. vísir/hulda margrét

Beitir Ólafsson, markvörður KR, er hættur í fótbolta. Hann er 36 ára.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Beitir leggur markmannshanskana á hilluna. Hann gerði það einnig eftir að hafa spilað með Keflavík sumarið 2016.

Í byrjun tímabils 2017 var KR hins vegar markvarðarþurfi og hóaði í Beiti sem lék svo nánast alla leiki Vesturbæjarliðsins næstu árin. Beitir varð Íslandsmeistari með KR 2019.

Alls lék Beitir 121 leik með KR í efstu deild. Alls urðu deildarleikirnir á ferlinum 272, með KR, Keflavík, HK, Ými, Keilu og Aftureldingu.

KR endaði í 4. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Aron Snær Friðriksson var varamarkvörður KR í sumar og lék þrjá leiki með liðinu í úrslitakeppni efri hlutans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×