Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 10:32 Í kjarnasamrunaofni er tvær frumeindir látnar rekast saman á miklum hraða og orkan notuð til að framleiða rafmagn. Vísir/Getty Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Ólíkt kjarnorkuverum sem nota kjarnakljúfa til að framleiða orka fellur ekki til mikið magn úrgangs sem er geislavirkur í langan tíma við kjarnasamruna. Ferlið er einnig kolefnisfrítt. Gríðarlega orku þarf til þess að koma kjarnasamruna af stað og fram að þessu hefur engum tekist að framleiða meiri orku með honum en þá sem tók til að hefja hann. Í fyrra greindu forsvarsmenn Kvikunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu að þeir hefðu náð að framleiða um 70% orkunnar sem fór í samrunann. Washington Post segir að fulltrúar Kviknunarstöðvarinnar hafi ekki viljað tjá sig um nýjasta áfanga þeirra. Engar frekari upplýsingar verði veittar fyrir tilkynningu ráðuneytisins á morgun. Tilkynning er sögð snúast um „meiriháttar vísindaafreki“. Þrátt fyrir að um stórt skref í átt að sjálfbærum kjarnasamruna væri að ræða er tæknin líklega áratugum frá því að verða raunhæfur kostur í orkuframleiðslu. Bandaríkin, Evrópuríki og Rússland hafa varið milljörðum dollara í þróun kjarnasamruna undanfarna áratugi. Fjöldi kosta umfram hefðbundna orkugjafa Menn hefur lengi dreymt um að beisla kraft kjarnasamruna enda eru kostirnir umfram aðra hefðbundna orkugjafa margir. Aðaleldsneyti samrunans eru vetnissamsætur sem eru nær óþrótandi auðlind á jörðinni. Orkuframleiðsla með samruna væri því ekki háð staðbundnum eða árstíðarbundnum breytum. Engar gróðurhúsalofttegundir sem valda hlýnun loftslagsins losna við samrunann og úrgangurinn er óvirka gasið helín. Þegar frumeindir eru klofnar í hefðbundnum kjarnorkuverum fellur til umtalsvert úrgangs sem getur verið geislavirkur í allt að milljónir ára. Við kjarnasamruna myndast þrívetni sem er geislavirkt en helmingunartími þess er aðeins rúm tólf ár. Engin hætta er heldur á kjarnorkuslysi við kjarnasamruna þar sem ferlið byggir ekki á keðjuverkun, ólíkt kjarnakljúfum. Fari eitthvað úrskeiðis, hvort sem það tengist orkunni sem heldur samrunanum gangandi eða segulsviði sem heldur ofurheitu rafgasi í kjarnasamrunaofni í skorðum, stöðvast samruninn á örskömmum tíma, að því er segir á vef Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Kjarnasamruni á sér stað náttúrulega í kjarna sólarinnar og annarra stjarna þar sem þyngdarkraftur þeirra þrýstir frumeindum saman við gríðarlegan hita. Flest frumefni í alheiminum sem eru þyngri en vetni og helín mynduðust í kjarna stjarna. Á jörðinni reyna vísindamenn að kveikja kjarnasamruna með því að beina fjölda leysigeisla að hylki með tví- og þrívetni. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Vísindi Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. 9. febrúar 2022 22:01 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Ólíkt kjarnorkuverum sem nota kjarnakljúfa til að framleiða orka fellur ekki til mikið magn úrgangs sem er geislavirkur í langan tíma við kjarnasamruna. Ferlið er einnig kolefnisfrítt. Gríðarlega orku þarf til þess að koma kjarnasamruna af stað og fram að þessu hefur engum tekist að framleiða meiri orku með honum en þá sem tók til að hefja hann. Í fyrra greindu forsvarsmenn Kvikunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu að þeir hefðu náð að framleiða um 70% orkunnar sem fór í samrunann. Washington Post segir að fulltrúar Kviknunarstöðvarinnar hafi ekki viljað tjá sig um nýjasta áfanga þeirra. Engar frekari upplýsingar verði veittar fyrir tilkynningu ráðuneytisins á morgun. Tilkynning er sögð snúast um „meiriháttar vísindaafreki“. Þrátt fyrir að um stórt skref í átt að sjálfbærum kjarnasamruna væri að ræða er tæknin líklega áratugum frá því að verða raunhæfur kostur í orkuframleiðslu. Bandaríkin, Evrópuríki og Rússland hafa varið milljörðum dollara í þróun kjarnasamruna undanfarna áratugi. Fjöldi kosta umfram hefðbundna orkugjafa Menn hefur lengi dreymt um að beisla kraft kjarnasamruna enda eru kostirnir umfram aðra hefðbundna orkugjafa margir. Aðaleldsneyti samrunans eru vetnissamsætur sem eru nær óþrótandi auðlind á jörðinni. Orkuframleiðsla með samruna væri því ekki háð staðbundnum eða árstíðarbundnum breytum. Engar gróðurhúsalofttegundir sem valda hlýnun loftslagsins losna við samrunann og úrgangurinn er óvirka gasið helín. Þegar frumeindir eru klofnar í hefðbundnum kjarnorkuverum fellur til umtalsvert úrgangs sem getur verið geislavirkur í allt að milljónir ára. Við kjarnasamruna myndast þrívetni sem er geislavirkt en helmingunartími þess er aðeins rúm tólf ár. Engin hætta er heldur á kjarnorkuslysi við kjarnasamruna þar sem ferlið byggir ekki á keðjuverkun, ólíkt kjarnakljúfum. Fari eitthvað úrskeiðis, hvort sem það tengist orkunni sem heldur samrunanum gangandi eða segulsviði sem heldur ofurheitu rafgasi í kjarnasamrunaofni í skorðum, stöðvast samruninn á örskömmum tíma, að því er segir á vef Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Kjarnasamruni á sér stað náttúrulega í kjarna sólarinnar og annarra stjarna þar sem þyngdarkraftur þeirra þrýstir frumeindum saman við gríðarlegan hita. Flest frumefni í alheiminum sem eru þyngri en vetni og helín mynduðust í kjarna stjarna. Á jörðinni reyna vísindamenn að kveikja kjarnasamruna með því að beina fjölda leysigeisla að hylki með tví- og þrívetni. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Vísindi Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. 9. febrúar 2022 22:01 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. 9. febrúar 2022 22:01
Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45