Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 09:45 Arnold Schwarzenegger, þáverandi ríkisstjóri Kaliforníu, kynnir sér tækjabúnað Kviknunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) árið 2008. Vísir/EPA Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Gríðarlega orku þarf til þess að koma af stað samruna léttra frumeinda. Á tilraunastofu er fjölda leysigeisla beint að hylki með tví- og þrívetni, samsætum frumefnisins vetnis. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus, heitara en í kjarna sólarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helga gralið er að ná því að framleiða meiri orku við samrunanna en þá sem tekur til að hrinda honum af stað. Vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) segja að tilraun þeirra hafi framleitt 1,35 megajúl af orku 8. ágúst. Það var um 70% af þeirri orku sem leysigeislarnir sendu í vetnissamsætuhylkið. Þetta var áttfalt hærra hlutfall en NIF hafði áður náð í tilraun fyrr í vor og tuttugu og fimmfalt hærra en í tilraunum sem voru gerðar árið 2018. Vísindamenn NIF telja einnig að þeim hafi tekist að gera samrunann að einhverju leyti sjálfbæran þar sem hann myndar nægilegan hita til þess að halda samrunanum áfram. „Hraði framfara í orkuframleiðslu hefur verið mikill sem bendir til þess að við gætum bráðlega náð fleiri tímamótum í orku, þar á meðal að ná meiri orku en fer sú sem fer frá geislunum til þess að koma ferlinu af stað,“ segir Jeremy Chittenden, aðstoðarforstjóra miðstöðvar kjarnasamrunarannsókna við Imperial College í London við BBC. Hann segir að þó að árangur NIF sé eftirtektarverður þá eigi það eftir að taka mjög langan tíma og miklar framfarir í tækni áður en hægt verður að framleiða orku í stórum stíl með kjarnasamruna. Vísindi Orkumál Tækni Tengdar fréttir Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Gríðarlega orku þarf til þess að koma af stað samruna léttra frumeinda. Á tilraunastofu er fjölda leysigeisla beint að hylki með tví- og þrívetni, samsætum frumefnisins vetnis. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus, heitara en í kjarna sólarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helga gralið er að ná því að framleiða meiri orku við samrunanna en þá sem tekur til að hrinda honum af stað. Vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) segja að tilraun þeirra hafi framleitt 1,35 megajúl af orku 8. ágúst. Það var um 70% af þeirri orku sem leysigeislarnir sendu í vetnissamsætuhylkið. Þetta var áttfalt hærra hlutfall en NIF hafði áður náð í tilraun fyrr í vor og tuttugu og fimmfalt hærra en í tilraunum sem voru gerðar árið 2018. Vísindamenn NIF telja einnig að þeim hafi tekist að gera samrunann að einhverju leyti sjálfbæran þar sem hann myndar nægilegan hita til þess að halda samrunanum áfram. „Hraði framfara í orkuframleiðslu hefur verið mikill sem bendir til þess að við gætum bráðlega náð fleiri tímamótum í orku, þar á meðal að ná meiri orku en fer sú sem fer frá geislunum til þess að koma ferlinu af stað,“ segir Jeremy Chittenden, aðstoðarforstjóra miðstöðvar kjarnasamrunarannsókna við Imperial College í London við BBC. Hann segir að þó að árangur NIF sé eftirtektarverður þá eigi það eftir að taka mjög langan tíma og miklar framfarir í tækni áður en hægt verður að framleiða orku í stórum stíl með kjarnasamruna.
Vísindi Orkumál Tækni Tengdar fréttir Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39