Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 16:39 Frá mótmælum fyrir utan sendiráð Írans í Berlín í dag. AP/Joerg Carstensen Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. Mótmælin, sem beinast gegn klerkastjórn Írans, hófust um miðjan september eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi lögreglunnar þar í landi og beindust í fyrstu að siðferðislögreglu ríkisins. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hafa þú undið upp á sig og eru einhver stærsta ógn sem klerkastjórn Írans stendur frammi fyrir frá byltingunni sem kom henni til valda árið 1979. Klerkastjórnin hefur sakað erlendar ríkisstjórnir um ýta undir óöldina í Íran en hafa hingað til ekki getað fært sannanir fyrir því. Sjá einnig: Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að minnst tólf aðilar hafi hingað til verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku í mótmælunum. Réttarhöldin gegn mótmælendum hafa verið harðlega gagnrýnd á heimsvísu en þau fara fram fyrir luktum dyrum. Sakborningarnir fá ekki að velja sér lögmenn og þeir fá ekki einu sinni að sjá sönnunargögnin gegn sér. Shekari var ákærður fyrir að loka umferð um götu og ráðast á meðlim öryggissveita Írans með sveðju. Hann var handtekinn þann 25. september og dæmdur til dauða þann 20. nóvember eftir að hafa verið ákærður fyrir að „heyja stríð gegn guði,“ samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran Í frétt Guardian segir að meðlimir öryggissveita í Íran hafi verið að skjóta á mótmælendur með haglabyssum. Reglulega sjáist konur með öðruvísi sár en menn eftir mótmæli í Íran. Sjúkraliðar hafi sagt í viðtölum að mikið af konum hafi særst á andliti, brjóstum og kynfærum á undanförnum dögum. Menn fá oftar sár á fótum og á baki. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50 Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33 Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Sjá meira
Mótmælin, sem beinast gegn klerkastjórn Írans, hófust um miðjan september eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi lögreglunnar þar í landi og beindust í fyrstu að siðferðislögreglu ríkisins. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hafa þú undið upp á sig og eru einhver stærsta ógn sem klerkastjórn Írans stendur frammi fyrir frá byltingunni sem kom henni til valda árið 1979. Klerkastjórnin hefur sakað erlendar ríkisstjórnir um ýta undir óöldina í Íran en hafa hingað til ekki getað fært sannanir fyrir því. Sjá einnig: Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að minnst tólf aðilar hafi hingað til verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku í mótmælunum. Réttarhöldin gegn mótmælendum hafa verið harðlega gagnrýnd á heimsvísu en þau fara fram fyrir luktum dyrum. Sakborningarnir fá ekki að velja sér lögmenn og þeir fá ekki einu sinni að sjá sönnunargögnin gegn sér. Shekari var ákærður fyrir að loka umferð um götu og ráðast á meðlim öryggissveita Írans með sveðju. Hann var handtekinn þann 25. september og dæmdur til dauða þann 20. nóvember eftir að hafa verið ákærður fyrir að „heyja stríð gegn guði,“ samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran Í frétt Guardian segir að meðlimir öryggissveita í Íran hafi verið að skjóta á mótmælendur með haglabyssum. Reglulega sjáist konur með öðruvísi sár en menn eftir mótmæli í Íran. Sjúkraliðar hafi sagt í viðtölum að mikið af konum hafi særst á andliti, brjóstum og kynfærum á undanförnum dögum. Menn fá oftar sár á fótum og á baki.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50 Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33 Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Sjá meira
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24
Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50
Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33
Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30