25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 07:37 Frá aðgerðum lögrelgu í Karlsruhe í Þýskalandi í morgun þar sem húsleit var gerð. Getty Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. Lögregla greinir frá handtökunum í morgun og að gögn hafi fundist sem bendi til að liðsmenn hreyfingarinnar hafi haft valdarán í hyggju. Hafi ætlunin verið að ráðast inn í þinghúsið í Berlín, „kollsteypa kerfinu“ og koma sitjandi ríkisstjórn frá. Fjöldi þýskra fjölmiðla greina frá málinu í morgun, meðal annars Zeit, Spiegel og Bild. Þar segir að 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, hafi verið aðalskipuleggjandinn, en í hópi hinna handteknu er einnig fyrrverandi þingmaður. Fram kemur að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. Frá aðgerðum lögreglu í Hessen í morgun.Getty Fram kemur að það sé embætti ríkissaksóknara og alríkislögreglan sem hafi staðið að aðgerðunum í morgun. Nokkurt magn vopna hefur fundist. Zeit segir frá því að lögregla hafi beint sjónum sínum að 52 einstaklingum og hafi 25 þeirra verið handteknir í morgun. Reichsbürger er hægriöfgahreyfing sem viðurkennir ekki lögmæti Þýskaland dagsins í dag. Ennfremur kemur fram í þýskum fjölmiðlum að í hópi hinna handteknu meðal annars aðilar með tengsl við þýska herinn og Birgit Malsack-Winkemann, fyrrverandi þingkona frá Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Húsleit var meðal annars gerð í Wannsee-hverfinu í Berlín og í fjallakofa í Bad Lobenstein. Þá var gerð húsleit á bílaverkstæði í Saxlandi og á fleiri stöðum í Bæjaralandi, Hessen, Neðra-Saxlandi og víðar. Þýskaland Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Lögregla greinir frá handtökunum í morgun og að gögn hafi fundist sem bendi til að liðsmenn hreyfingarinnar hafi haft valdarán í hyggju. Hafi ætlunin verið að ráðast inn í þinghúsið í Berlín, „kollsteypa kerfinu“ og koma sitjandi ríkisstjórn frá. Fjöldi þýskra fjölmiðla greina frá málinu í morgun, meðal annars Zeit, Spiegel og Bild. Þar segir að 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, hafi verið aðalskipuleggjandinn, en í hópi hinna handteknu er einnig fyrrverandi þingmaður. Fram kemur að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. Frá aðgerðum lögreglu í Hessen í morgun.Getty Fram kemur að það sé embætti ríkissaksóknara og alríkislögreglan sem hafi staðið að aðgerðunum í morgun. Nokkurt magn vopna hefur fundist. Zeit segir frá því að lögregla hafi beint sjónum sínum að 52 einstaklingum og hafi 25 þeirra verið handteknir í morgun. Reichsbürger er hægriöfgahreyfing sem viðurkennir ekki lögmæti Þýskaland dagsins í dag. Ennfremur kemur fram í þýskum fjölmiðlum að í hópi hinna handteknu meðal annars aðilar með tengsl við þýska herinn og Birgit Malsack-Winkemann, fyrrverandi þingkona frá Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Húsleit var meðal annars gerð í Wannsee-hverfinu í Berlín og í fjallakofa í Bad Lobenstein. Þá var gerð húsleit á bílaverkstæði í Saxlandi og á fleiri stöðum í Bæjaralandi, Hessen, Neðra-Saxlandi og víðar.
Þýskaland Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira