Breytingar á lögum um hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna komnar í samráðsgátt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 18:14 Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt Frumvarp að lögum varðandi hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt og gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi 1. janúar 2024, þ.e. eftir rúmt ár. Frumvarpið felur í sér að sett verði nýtt ákvæði í lög um heilbrigðisstarfsmenn, sem kveði á um heimild til undanþágu frá reglu um hámarksaldur ríkisstarfsmanna sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og aðrar undanþágur í tengslum við hana. Markmið frumvarpsins er að auka sveigjanleika í starfslokum heilbrigðisstarfsmanna og er frumvarpið til þess fallið að bæta mönnun heilbrigðisþjónustunnar og þar með auka gæði hennar og auka öryggi sjúklinga. Talið er að frumvarpið muni bæta réttarstöðu þess heilbrigðisstarfsfólk sem er yfir sjötugt og þegar starfar í heilbrigðiskerfinu. Einnig sé það til þess fallið að heilbrigðisstarfsfólk sem býr við góða heilsu eftir sjötugt muni í auknum mæli óska eftir því að leggja sitt af mörkum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegur liður í að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu Fram kemur að lykilþáttur í fyrirséðum versnandi mönnunarskorti sé sá að umtalsverður hluti heilbrigðisstarfsmanna nálgast eftirlaunaaldur og við 70 ára aldur er skylt að segja þeim upp. Lagasetningin er því talin nauðsynlegur liður í því markmiði að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu þó að ljóst sé að meira þurfi að gera til að ná markmiðum um mönnun. Samkvæmt undanþágunni verður heimilt að ráða heilbrigðisstarfsmann með tímabundnum ráðningasamningi til allt að tveggja ára í senn allt til 75 ára aldurs í starf við veitingu heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu, þrátt fyrir að skylt hafi verið að segja honum upp störfum við 70 ára aldur, enda hafi hann enn heilsu og áhuga til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Með því yrði aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna ríkisins fært til samræmis við gildandi aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna sem veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstofu. Ákvæðið nær ekki til embættismanna. Í lagaheimildinni mun koma sérstaklega fram að starfið þurfi að felast í veitingu heilbrigðisþjónustu til sjúklinga, og er hér átt við bein klínísk störf, m.ö.o. á gólfinu. Einnig er gert ráð fyrir að starfið geti samhliða beinum klínískum störfum eða að öllu leyti falist í handleiðslu yngra heilbrigðisstarfsfólks og nema. Þá er í lokamálsgreininni sérstaklega tekið fram að undanþáguheimild ákvæðisins gildi ekki um ráðningu í yfirmanns- eða stjórnunarstöður hjá ríkinu þar sem mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins liggur ekki þar. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00 Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Frumvarpið felur í sér að sett verði nýtt ákvæði í lög um heilbrigðisstarfsmenn, sem kveði á um heimild til undanþágu frá reglu um hámarksaldur ríkisstarfsmanna sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og aðrar undanþágur í tengslum við hana. Markmið frumvarpsins er að auka sveigjanleika í starfslokum heilbrigðisstarfsmanna og er frumvarpið til þess fallið að bæta mönnun heilbrigðisþjónustunnar og þar með auka gæði hennar og auka öryggi sjúklinga. Talið er að frumvarpið muni bæta réttarstöðu þess heilbrigðisstarfsfólk sem er yfir sjötugt og þegar starfar í heilbrigðiskerfinu. Einnig sé það til þess fallið að heilbrigðisstarfsfólk sem býr við góða heilsu eftir sjötugt muni í auknum mæli óska eftir því að leggja sitt af mörkum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegur liður í að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu Fram kemur að lykilþáttur í fyrirséðum versnandi mönnunarskorti sé sá að umtalsverður hluti heilbrigðisstarfsmanna nálgast eftirlaunaaldur og við 70 ára aldur er skylt að segja þeim upp. Lagasetningin er því talin nauðsynlegur liður í því markmiði að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu þó að ljóst sé að meira þurfi að gera til að ná markmiðum um mönnun. Samkvæmt undanþágunni verður heimilt að ráða heilbrigðisstarfsmann með tímabundnum ráðningasamningi til allt að tveggja ára í senn allt til 75 ára aldurs í starf við veitingu heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu, þrátt fyrir að skylt hafi verið að segja honum upp störfum við 70 ára aldur, enda hafi hann enn heilsu og áhuga til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Með því yrði aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna ríkisins fært til samræmis við gildandi aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna sem veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstofu. Ákvæðið nær ekki til embættismanna. Í lagaheimildinni mun koma sérstaklega fram að starfið þurfi að felast í veitingu heilbrigðisþjónustu til sjúklinga, og er hér átt við bein klínísk störf, m.ö.o. á gólfinu. Einnig er gert ráð fyrir að starfið geti samhliða beinum klínískum störfum eða að öllu leyti falist í handleiðslu yngra heilbrigðisstarfsfólks og nema. Þá er í lokamálsgreininni sérstaklega tekið fram að undanþáguheimild ákvæðisins gildi ekki um ráðningu í yfirmanns- eða stjórnunarstöður hjá ríkinu þar sem mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins liggur ekki þar.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00 Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50
Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00
Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20