Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2017 14:20 Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þannig eru menn skyldaðir í starfslok jafnvel þótt þeir hafi ennþá heilsu, getu og þrótt til að starfa áfram. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag vilja breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. „Þessi löggjöf er löngu úr sér gengin og orðið tímabært að breyta þessu. Það á að afnema svona aldurshámörk eins og þarna er að finna. Það eru ekki nein slík ákvæði að finna á almenna vinnumarkaðnum, þetta á eingöngu við um þann opinbera þó að vissulega í ákveðnum starfsgreinum sé kveðið á um ákveðinn hámarksaldur. Það er því nauðsynlegt að breyta þessu, það er í takt við það að við lifum lengur og betur og fólk á að geta notað og nýtt starfskrafta sína áfram ef það vill.“ Þorsteinn segir að annars vegar sé frumvarp í þinginu sem bannar mismunun á vinnumarkaði. Fari það í gegn sé nauðsynlegt að afnema ákvæðin um 70 ára starfslok úr starfsmannalögunum. „Jafnframt erum við að vinna að því að hækka frítekjumörk á atvinnutekjur ellilífeyrisþega og samhliða því munum við koma fram með lagabreytingu til að afnema þetta ákvæði úr lögum.“ Þorsteinn segist reikna með frumvarpi til breytinga á starfsmannalögum strax í haust. Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þannig eru menn skyldaðir í starfslok jafnvel þótt þeir hafi ennþá heilsu, getu og þrótt til að starfa áfram. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag vilja breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. „Þessi löggjöf er löngu úr sér gengin og orðið tímabært að breyta þessu. Það á að afnema svona aldurshámörk eins og þarna er að finna. Það eru ekki nein slík ákvæði að finna á almenna vinnumarkaðnum, þetta á eingöngu við um þann opinbera þó að vissulega í ákveðnum starfsgreinum sé kveðið á um ákveðinn hámarksaldur. Það er því nauðsynlegt að breyta þessu, það er í takt við það að við lifum lengur og betur og fólk á að geta notað og nýtt starfskrafta sína áfram ef það vill.“ Þorsteinn segir að annars vegar sé frumvarp í þinginu sem bannar mismunun á vinnumarkaði. Fari það í gegn sé nauðsynlegt að afnema ákvæðin um 70 ára starfslok úr starfsmannalögunum. „Jafnframt erum við að vinna að því að hækka frítekjumörk á atvinnutekjur ellilífeyrisþega og samhliða því munum við koma fram með lagabreytingu til að afnema þetta ákvæði úr lögum.“ Þorsteinn segist reikna með frumvarpi til breytinga á starfsmannalögum strax í haust.
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira