Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2017 14:20 Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þannig eru menn skyldaðir í starfslok jafnvel þótt þeir hafi ennþá heilsu, getu og þrótt til að starfa áfram. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag vilja breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. „Þessi löggjöf er löngu úr sér gengin og orðið tímabært að breyta þessu. Það á að afnema svona aldurshámörk eins og þarna er að finna. Það eru ekki nein slík ákvæði að finna á almenna vinnumarkaðnum, þetta á eingöngu við um þann opinbera þó að vissulega í ákveðnum starfsgreinum sé kveðið á um ákveðinn hámarksaldur. Það er því nauðsynlegt að breyta þessu, það er í takt við það að við lifum lengur og betur og fólk á að geta notað og nýtt starfskrafta sína áfram ef það vill.“ Þorsteinn segir að annars vegar sé frumvarp í þinginu sem bannar mismunun á vinnumarkaði. Fari það í gegn sé nauðsynlegt að afnema ákvæðin um 70 ára starfslok úr starfsmannalögunum. „Jafnframt erum við að vinna að því að hækka frítekjumörk á atvinnutekjur ellilífeyrisþega og samhliða því munum við koma fram með lagabreytingu til að afnema þetta ákvæði úr lögum.“ Þorsteinn segist reikna með frumvarpi til breytinga á starfsmannalögum strax í haust. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þannig eru menn skyldaðir í starfslok jafnvel þótt þeir hafi ennþá heilsu, getu og þrótt til að starfa áfram. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag vilja breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. „Þessi löggjöf er löngu úr sér gengin og orðið tímabært að breyta þessu. Það á að afnema svona aldurshámörk eins og þarna er að finna. Það eru ekki nein slík ákvæði að finna á almenna vinnumarkaðnum, þetta á eingöngu við um þann opinbera þó að vissulega í ákveðnum starfsgreinum sé kveðið á um ákveðinn hámarksaldur. Það er því nauðsynlegt að breyta þessu, það er í takt við það að við lifum lengur og betur og fólk á að geta notað og nýtt starfskrafta sína áfram ef það vill.“ Þorsteinn segir að annars vegar sé frumvarp í þinginu sem bannar mismunun á vinnumarkaði. Fari það í gegn sé nauðsynlegt að afnema ákvæðin um 70 ára starfslok úr starfsmannalögunum. „Jafnframt erum við að vinna að því að hækka frítekjumörk á atvinnutekjur ellilífeyrisþega og samhliða því munum við koma fram með lagabreytingu til að afnema þetta ákvæði úr lögum.“ Þorsteinn segist reikna með frumvarpi til breytinga á starfsmannalögum strax í haust.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira