Innlent

Fólk hafi val um starfslok sín

Sveinn Arnarsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og Elín Björg Jónasdóttir, formaður BSRB, á þingpöllum.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og Elín Björg Jónasdóttir, formaður BSRB, á þingpöllum. vísir/anton
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna.

„Við höfum lagt áherslu á að einstaklingurinn hafi val um hvort hann hætti fyrr en seinna. Það skiptir mestu að samráð sé haft við þá einstaklinga sem farnir eru að nálgast þennan starfslokaaldur og þeim gefinn kostur á að velja. Þetta á ekki að vera kvöð,“ segir Elín Björg.

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir það tímaskekkju að skikka fullfríska einstaklinga til starfsloka. Boðar hann frumvarp í haust sem muni breyta þessu. Elín Björg segir mikilvægt að málið verði unnið í sátt við BSRB. „Mikilvægt er að andinn sé þessi; að það fari eftir starfi og einstaklingnum hvernig best sé staðið að því hvenær ríkisstarfsmenn hefja starfslok.“


Tengdar fréttir

Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum

Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×