Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2022 15:45 Orion geimfarið hefur verið á hárri sporbraut um tunglið undanfarna daga. Það ber meðal annars mikið af vísindabúnaði sem notaður er til að greina áhrif geimferða til tunglsins á menn. NASA Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. Orion geimfar Artemis-1 er útbúið margskonar vísindabúnaði sem nota á til að greina þau áhrif sem geimferðir sem þessar hafa á mannslíkamann. Geimfarinu var skotið af stað þann 16. nóvember eftir ítrekaðar frestanir en um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. Sjá einnig: Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimfarið mun um klukkan 16:42 fara um tunglið í um 127 kílómetra hæð og kveikt á hreyflum geimfarsins í um þrjár og hálfa mínútu. Þarna verður þyngdarkraftur tunglsins notaður til að koma geimfarinu af stað aftur til jarðarinnar. Fylgjast má með þessari ferð í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Útsendingin á að hefjast um klukkan fjögur. Stjórnstöð mun missa samband við geimfarið um tíma. Fylgjast má með nákvæmri staðsetningu geimfarins, hraða þess og öðrum upplýsingum hér á vef NASA. Til stendur að geimfarið lendi í Kyrrahafinu þann ellefta desember. Hér að neðan má sjá útskýringarmynd um ferðalag Orion en það sýnir meðal annars hvernig fyrsta ferð þess fram hjá tunglinu og sú síðasta eru þær þar sem geimfarið fer næst yfirborði þess. Mynd sem sýnir ferðalag Artemis-1 og smágervihnatta sem einnig er verið að flytja til tunglsins.NASA Artemis-1 snýr ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Hér að neðan má sjá ítarlegt myndband þar sem farið er yfir verkefnið. Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Bandaríkin Vísindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Orion geimfar Artemis-1 er útbúið margskonar vísindabúnaði sem nota á til að greina þau áhrif sem geimferðir sem þessar hafa á mannslíkamann. Geimfarinu var skotið af stað þann 16. nóvember eftir ítrekaðar frestanir en um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. Sjá einnig: Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimfarið mun um klukkan 16:42 fara um tunglið í um 127 kílómetra hæð og kveikt á hreyflum geimfarsins í um þrjár og hálfa mínútu. Þarna verður þyngdarkraftur tunglsins notaður til að koma geimfarinu af stað aftur til jarðarinnar. Fylgjast má með þessari ferð í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Útsendingin á að hefjast um klukkan fjögur. Stjórnstöð mun missa samband við geimfarið um tíma. Fylgjast má með nákvæmri staðsetningu geimfarins, hraða þess og öðrum upplýsingum hér á vef NASA. Til stendur að geimfarið lendi í Kyrrahafinu þann ellefta desember. Hér að neðan má sjá útskýringarmynd um ferðalag Orion en það sýnir meðal annars hvernig fyrsta ferð þess fram hjá tunglinu og sú síðasta eru þær þar sem geimfarið fer næst yfirborði þess. Mynd sem sýnir ferðalag Artemis-1 og smágervihnatta sem einnig er verið að flytja til tunglsins.NASA Artemis-1 snýr ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Hér að neðan má sjá ítarlegt myndband þar sem farið er yfir verkefnið.
Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Bandaríkin Vísindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira