Erlent

Heilu þorpin grafin undir ösku og leðju

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá þorpinu Kajar Kuning þar sem öskan og leðjan nær upp að húsþökum.
Frá þorpinu Kajar Kuning þar sem öskan og leðjan nær upp að húsþökum. AP/Imanuel Yoga

Björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að flytja fólk af svæðinu í kringum eldfjallið Semeru á Austur-Jövu í Indónesíu. Eldgosið byrjaði að spúa ösku í gær en hún náði meira en 1.500 metra í loftið og liggja heilu þorpin undir ösku og leðju.

Verst ku staðan vera í þorpunum Sumberwuluh og Supiturang þar sem askan er sögð ná upp að þaki húsa. AP fréttaveitan segir að engar tilkynningar um mannfalli hafi borist en búið er að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi.

Samkvæmt fréttaveitunni hófst eldgosið vegna mikillar rigningar í Indónesíu. Hún leiddi til þess að hraunhvelfing yfir gíg eldfjallsins hrundi. Við það flæddi hrauns og heitt gas niður hlíðar fjallsins og yfir þorp. Brú sem var nýverið nýbyggð eftir að hún eyðilagðist í eldgosi í fyrra, eyðilagðist aftur.

Síðast gaus í Semeru í desember í fyrra og þá dó 51. Margir þeirra voru að vinna í hlíðum fjallsins við að grafa sand og dóu í þorpum sem grófust undir leðju. Þá þurfti að flytja rúmlega tíu þúsund manns af svæðinu við eldfjallið en Austur-Java er mjög þéttbýl og þúsundir búa í hlíðum eldfjallsins og við rætur þess.

People inspect their ash-covered village following the eruption of Mount Semeru in Lumajang, East Java, Indonesia, Monday, Dec. 5, 2022. Indonesia's highest volcano on its most densely populated island released searing gas clouds and rivers of lava Sunday in its latest eruption.AP/Imanuel Yoga

Ríkisstjóri héraðsins segir íbúa enn muna vel eftir eldgosinu í fyrra og flestir hafi flúið þegar eldfjallið byrjaði að láta á sér kræla í gær. Margir hafi þó snúið aftur í dag til að huga að heimilum sínum og eigum.

AFP segir um 2.500 manns halda til í neyðarskýlum. Þá sé verið að dreifa grímum til íbúa og setja upp fjöldaeldhús sem fólk geti notað.

Svo virðist sem virkni í eldfjallinu hafi dregist saman en sérfræðingar óttast enn samspil mikillar ösku og rigningar. Það gæti leitt til frekari skriðufalla.

Villagers inspect an area affected by the eruption of Mount Semeru in Kajar Kuning vilage in Lumajang, East Java, Indonesia, Monday, Dec. 5, 2022. Indonesia's highest volcano on its most densely populated island released searing gas clouds and rivers of lava Sunday in its latest eruption.AP/Imanuel Yoga


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×