Erlent

Fjöl­skyldum leik­manna Írans hótað pyndingum

Árni Sæberg skrifar
Athygli vakti fyrir fyrsta leik Írans þegar leikmenn liðsins sungu ekki með þegar þjóðsöngurinn var spilaður.
Athygli vakti fyrir fyrsta leik Írans þegar leikmenn liðsins sungu ekki með þegar þjóðsöngurinn var spilaður. epa/Neil Hall

Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

Natasha Bertrand, fréttamaður CNN, greinir frá þessi á Twitter. Hún hefur eftir heimildarmanni, sem vinnur við öryggisgæslu á heimsmeistarmótinu á Katar,  að sérstök áhersla sé lögð á að leikmennirnir „hagi“ sér í aðdraganda mikilvægs leiks Írans gegn Bandaríkjunum á morgun. 

Þá herma heimildir Bertrand að leikmönnum Írans sé meinað að umgangast fólk utan liðshópsins eða hitta aðra en Írana utan vallar.

Greint var frá því í dag að Íranar vildu að Bandaríkjunum yrði vikið af HM fyrir að hafa birt breytta útgáfu af fána Írans á samfélagsmiðlum. Í umfjöllun um leik liðanna birti knattspyrnusamband Bandaríkjanna íranska fánann án skjaldarmerkis Íslamska Lýðveldisins Írans.

Með uppátækinu vildi knattspyrnusambandið lýsa yfir stuðningi við mótmælendur í Íran. Íranar hafa mótmælt harðlega undanfarnar vikur og þúsundum hefur verið stungið í fangelsi og mótmælendur jafnvel verið dæmdir til dauða. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.