Staðan á Seyðisfirði mun betri núna en fyrir tveimur árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 12:45 Að sögn yfirlögregluþjóns er staðan mun betri á Seyðisfirði núna en fyrir tveimur árum, í aðdraganda aurskriða í bænum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að óvissuástand vegna skriðuhættu verðu áfram í gildi fram yfir helgi. Minna hafi rignt en búist var við og staðan mun betri en þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir tveimur árum. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir á Austurlandi á miðvikudag vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í þessum mánuði og grunnvatnsstaða há. Sérstaklega hefur verið fylgst með Seyðisfirði vegna mikilla skriða sem féllu þar fyrir um tveimur árum við svipaðar aðstæður. Í haust hefur mælst hreyfing í Neðri-Botnum og Þófa en mest hefur hreyfingin verið við Búðarhrygg. „Staðan á Seyðisfirði varðandi óvissustigið er óbreytt og ég geri ráð fyrir að það verði á áfram fram yfir helgi,“segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi. Úrkoma hafi þá verð talsvert minni en gert var ráð fyrir. „Eins hefur hreyfing lítil sem engin verið í skriðum og hlíðum þannig að þetta lítur prýðilega út akkúrat núna en enn er fylgst grannt með. Bæði með vöktun mæla og eins eftirlitsferðir ofanflóðaeftirlitsmanna frá Veðurstofu,“ segir Kristján. Staðan á Seyðisfirði nú sé mun betri en hún var 2020. „Þrátt fyrir þessar rigningar sem hafa verið núna síðustu vikur þá er úrkomumagnið minna en það var 2020 þannig að því leytinu til er staðan talsvert önnur. Auk þess sem mælar, vöktun og svo framvegis er orðin mun meiri á Seyðisifrði en hún var þá og Eskifirði líka,“ segir Kristján. Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. 23. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir á Austurlandi á miðvikudag vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í þessum mánuði og grunnvatnsstaða há. Sérstaklega hefur verið fylgst með Seyðisfirði vegna mikilla skriða sem féllu þar fyrir um tveimur árum við svipaðar aðstæður. Í haust hefur mælst hreyfing í Neðri-Botnum og Þófa en mest hefur hreyfingin verið við Búðarhrygg. „Staðan á Seyðisfirði varðandi óvissustigið er óbreytt og ég geri ráð fyrir að það verði á áfram fram yfir helgi,“segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi. Úrkoma hafi þá verð talsvert minni en gert var ráð fyrir. „Eins hefur hreyfing lítil sem engin verið í skriðum og hlíðum þannig að þetta lítur prýðilega út akkúrat núna en enn er fylgst grannt með. Bæði með vöktun mæla og eins eftirlitsferðir ofanflóðaeftirlitsmanna frá Veðurstofu,“ segir Kristján. Staðan á Seyðisfirði nú sé mun betri en hún var 2020. „Þrátt fyrir þessar rigningar sem hafa verið núna síðustu vikur þá er úrkomumagnið minna en það var 2020 þannig að því leytinu til er staðan talsvert önnur. Auk þess sem mælar, vöktun og svo framvegis er orðin mun meiri á Seyðisifrði en hún var þá og Eskifirði líka,“ segir Kristján.
Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. 23. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Sjá meira
Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. 23. nóvember 2022 17:46