Murdoch snýr baki við Trump Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 11:30 Rupert Murdoch er mjög áhrifamikill á hægri væng stjórnmála vestanhafs og víðar. Hann rekur stóra fjölmiðlasamsteypu sem inniheldur meðal annars Fox News, Wall Street Journal og Sky News. EPA/DREW ANGERER Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. Strax eru farin að sjást ummerki um að þessir fjölmiðlar hafi snúið baki við Trump. Repúblikanar komu ekki vel út úr þingkosningunum vestanhafs fyrr í mánuðinum. Demókrötum tókst að bæta við sig sæti í öldungadeildinni og útlit er fyrir að Repúblikanar nái eingöngu naumum meirihluta í fulltrúadeildinni. Frambjóðendum sem Trump studdi virðist hafa gengið sérstaklega illa í kosningunum og eftir það hafa sést augljós merki þess að fjölmiðlaveldi Murdochs hafi snúið baki við forsetanum fyrrverandi. Sjá einnig: Trump lýsir yfir framboði Í frétt Guardian er vísað til þess að í fjölmiðlum eins og Fox News, Wall Street Journal og New York Post hafi Trump verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars hafi hann verið kallaður tapari og kennt um að draga Repúblikanaflokkinn í gegnum hver vandræðin á fætur öðrum. Þá er haft eftir háttsettum starfsmanni fjölmiðlasamsteypu Murdochs að fjölmiðlakóngurinn hafi rætt við Trump og tilkynnt honum beint að hann stæði ekki lengur við bakið á honum. Meðal annars má benda til nýlegrar forsíðu New York Post þar sem gert var grín að Trump. Á forsíðu dagblaðsins í dag segir svo smáum stöfum neðst að „Flórída-maður“ hafi verið með tilkynningu og að lesa mætti nánar um það á blaðsíðu 26. Today's cover: Here s how Donald Trump sabotaged the Republican midterms https://t.co/YUtDosSGfp pic.twitter.com/vpI94nKuBh— New York Post (@nypost) November 10, 2022 Þá vakti athygli í gær að í umfjöllun Fox News um líklega frambjóðendur Repúblikanaflokksins var Trump ekki meðal þeirra þrettán sem nefndir voru. interesting -- Harris Faulker on her Fox News show showed a graphic of 13 potential Republican presidential candidates and Trump wasn't among them pic.twitter.com/wdhF4OSSZY— Aaron Rupar (@atrupar) November 15, 2022 Margir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins hafa einnig verið harðorðir í garð Trumps og gefið í skyn að nú sé nóg komið. Hann geti ekki leitt flokkinn áfram. Lachlan Murdoch, sonur Ruperts, er sagður hafa rætt við Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og sagt honum að Murdochveldið styddi hann í komandi baráttu um tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2024. Það er að segja, ef DeSantis ákveður að bjóða sig fram. Hann þykir mjög líklegur til þess en hefur ekkert gefið upp enn. Politicio segir að DeSantis hafi ekki tekið ákvörðun enn. Hins vegar bendi allt til að hann muni bjóða sig fram. Miðillin hefur eftir mönnum sem tengjast honum að DeSantis ætli að einbeita sér að því að vera ríkisstjóri og að yfirlýsing Trumps hafi í raun lítil áhrif á hann. Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Einn ráðgjafi DeSantis sagði miðlinum að ríkisstjórinn muni verja næstu mánuðum í fylgjast með Trump „slá sjálfan sig í rot“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Katie Hobbs lagði Kari Lake í Arizona Katie Hobbs, frambjóðandi Demókrata í ríkisstjórakosningum í Arizona hefur verið útnefndur sigurvegari í kosningunum sem fram fóru á dögunum og reyndust afar tvísýnar. 15. nóvember 2022 07:46 Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35 Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. 10. nóvember 2022 10:30 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Strax eru farin að sjást ummerki um að þessir fjölmiðlar hafi snúið baki við Trump. Repúblikanar komu ekki vel út úr þingkosningunum vestanhafs fyrr í mánuðinum. Demókrötum tókst að bæta við sig sæti í öldungadeildinni og útlit er fyrir að Repúblikanar nái eingöngu naumum meirihluta í fulltrúadeildinni. Frambjóðendum sem Trump studdi virðist hafa gengið sérstaklega illa í kosningunum og eftir það hafa sést augljós merki þess að fjölmiðlaveldi Murdochs hafi snúið baki við forsetanum fyrrverandi. Sjá einnig: Trump lýsir yfir framboði Í frétt Guardian er vísað til þess að í fjölmiðlum eins og Fox News, Wall Street Journal og New York Post hafi Trump verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars hafi hann verið kallaður tapari og kennt um að draga Repúblikanaflokkinn í gegnum hver vandræðin á fætur öðrum. Þá er haft eftir háttsettum starfsmanni fjölmiðlasamsteypu Murdochs að fjölmiðlakóngurinn hafi rætt við Trump og tilkynnt honum beint að hann stæði ekki lengur við bakið á honum. Meðal annars má benda til nýlegrar forsíðu New York Post þar sem gert var grín að Trump. Á forsíðu dagblaðsins í dag segir svo smáum stöfum neðst að „Flórída-maður“ hafi verið með tilkynningu og að lesa mætti nánar um það á blaðsíðu 26. Today's cover: Here s how Donald Trump sabotaged the Republican midterms https://t.co/YUtDosSGfp pic.twitter.com/vpI94nKuBh— New York Post (@nypost) November 10, 2022 Þá vakti athygli í gær að í umfjöllun Fox News um líklega frambjóðendur Repúblikanaflokksins var Trump ekki meðal þeirra þrettán sem nefndir voru. interesting -- Harris Faulker on her Fox News show showed a graphic of 13 potential Republican presidential candidates and Trump wasn't among them pic.twitter.com/wdhF4OSSZY— Aaron Rupar (@atrupar) November 15, 2022 Margir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins hafa einnig verið harðorðir í garð Trumps og gefið í skyn að nú sé nóg komið. Hann geti ekki leitt flokkinn áfram. Lachlan Murdoch, sonur Ruperts, er sagður hafa rætt við Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og sagt honum að Murdochveldið styddi hann í komandi baráttu um tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2024. Það er að segja, ef DeSantis ákveður að bjóða sig fram. Hann þykir mjög líklegur til þess en hefur ekkert gefið upp enn. Politicio segir að DeSantis hafi ekki tekið ákvörðun enn. Hins vegar bendi allt til að hann muni bjóða sig fram. Miðillin hefur eftir mönnum sem tengjast honum að DeSantis ætli að einbeita sér að því að vera ríkisstjóri og að yfirlýsing Trumps hafi í raun lítil áhrif á hann. Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Einn ráðgjafi DeSantis sagði miðlinum að ríkisstjórinn muni verja næstu mánuðum í fylgjast með Trump „slá sjálfan sig í rot“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Katie Hobbs lagði Kari Lake í Arizona Katie Hobbs, frambjóðandi Demókrata í ríkisstjórakosningum í Arizona hefur verið útnefndur sigurvegari í kosningunum sem fram fóru á dögunum og reyndust afar tvísýnar. 15. nóvember 2022 07:46 Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35 Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. 10. nóvember 2022 10:30 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Katie Hobbs lagði Kari Lake í Arizona Katie Hobbs, frambjóðandi Demókrata í ríkisstjórakosningum í Arizona hefur verið útnefndur sigurvegari í kosningunum sem fram fóru á dögunum og reyndust afar tvísýnar. 15. nóvember 2022 07:46
Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
„Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. 10. nóvember 2022 10:30