Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2022 22:35 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lagði stund á doktorsnám í Bandaríkjunum og er vel kunnugur stjórnmálum þar í landi. Kristinn Ingvarsson Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. Í dag varð ljóst að Demókratar myndu halda meirihluta sínum í efri deild Bandaríska þingsins, öldungadeildinni. Það kom endanlega í ljós með sigri demókrata í Nevada, sem færði flokknum 50. sætið í deildinni. Hundrað sæti eru í deildinni en varaforseti hefur úrslitaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt. Demókratinn Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna og því er litið svo á að flokkurinn sé með minnsta mögulega meirihluta í deildinni, rétt eins og eftir kosningarnar 2020. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir landið afar klofið og ekki útilokað að pólitísk spenna í landinu leiði til vopnaðra átaka. Hann bendir á að sífellt sé verið að slaka á reglum um byssueign í Bandaríkjunum. Sú þróun, í bland við aukna tortryggni milli fylkinga Repúblikana og Demókrata og sístækkandi gjár þar á milli, geti reynst víðsjárverð. „Þetta er auðvitað alveg eldfimt ástand,“ sagði Guðmundur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Árásin á þinghúsið vendipunktur Guðmundur segir að líta megi til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í upphafi árs 2021, þegar stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þingið til að freista þess að koma í veg fyrir að kosningasigur Joe Biden gegn Trump yrði staðfestur af þinginu. Það tókst ekki. Hann segir marga innan Repúblikanaflokksins ekki þora að fara gegn því sem Trump segir eða vill. Andrúmsloftið innan flokksins geri það því auðveldara að réttlæta hegðun á borð við þá sem sást þegar ráðist var inn í þinghúsið. „Það er tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er það auðvitað grafalvarlegt mál þegar þátttakendur í kosningum neita að viðurkenna niðurstöðurnar. Þetta hvílir allt saman á að mörgu leyti veikum fótum. Lýðræðið er mjög veikt kerfi, því það er háð því að menn treysti kerfinu, trúi á kerfið og telji að það sé það eina rétta. Þú viðurkennir þegar þú tapar en berst fyrir því að vinna næst,“ segir Guðmundur. Trump tapaði í kosningunum 2020 þegar hann sóttist eftir endurkjöri en neitaði ávallt að viðurkenna ósigur og hélt því ítrekað fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða, án þess að koma fram með haldbær sönnunargögn fyrir meintu svindli. Í kjölfarið hefur fjöldi fólks innan Repúblikanaflokksins, meðal annars þingmenn, talað á sambærilegum nótum um kosningaúrslit sem ekki hafa verið þeim í vil. „Hins vegar getum við litið á niðurstöður þessara kosninga sem ákveðin skilaboð frá stórum hluta kjósenda, um að þeir líði ekki svona málflutning. Vegna þess að þeir aðilar sem þessu halda stífast fram, þar sem var raunverulega einhver keppni, þeir töpuðu í þessum kosningum.“ Guðmundur segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu Repúblikanar leikandi átt að vinna stórsigur í kosningunum, en ef litið er til sögunnar hefur sá flokkur sem ekki á forsetstólinn unnið góða sigra í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Í dag varð ljóst að Demókratar myndu halda meirihluta sínum í efri deild Bandaríska þingsins, öldungadeildinni. Það kom endanlega í ljós með sigri demókrata í Nevada, sem færði flokknum 50. sætið í deildinni. Hundrað sæti eru í deildinni en varaforseti hefur úrslitaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt. Demókratinn Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna og því er litið svo á að flokkurinn sé með minnsta mögulega meirihluta í deildinni, rétt eins og eftir kosningarnar 2020. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir landið afar klofið og ekki útilokað að pólitísk spenna í landinu leiði til vopnaðra átaka. Hann bendir á að sífellt sé verið að slaka á reglum um byssueign í Bandaríkjunum. Sú þróun, í bland við aukna tortryggni milli fylkinga Repúblikana og Demókrata og sístækkandi gjár þar á milli, geti reynst víðsjárverð. „Þetta er auðvitað alveg eldfimt ástand,“ sagði Guðmundur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Árásin á þinghúsið vendipunktur Guðmundur segir að líta megi til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í upphafi árs 2021, þegar stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þingið til að freista þess að koma í veg fyrir að kosningasigur Joe Biden gegn Trump yrði staðfestur af þinginu. Það tókst ekki. Hann segir marga innan Repúblikanaflokksins ekki þora að fara gegn því sem Trump segir eða vill. Andrúmsloftið innan flokksins geri það því auðveldara að réttlæta hegðun á borð við þá sem sást þegar ráðist var inn í þinghúsið. „Það er tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er það auðvitað grafalvarlegt mál þegar þátttakendur í kosningum neita að viðurkenna niðurstöðurnar. Þetta hvílir allt saman á að mörgu leyti veikum fótum. Lýðræðið er mjög veikt kerfi, því það er háð því að menn treysti kerfinu, trúi á kerfið og telji að það sé það eina rétta. Þú viðurkennir þegar þú tapar en berst fyrir því að vinna næst,“ segir Guðmundur. Trump tapaði í kosningunum 2020 þegar hann sóttist eftir endurkjöri en neitaði ávallt að viðurkenna ósigur og hélt því ítrekað fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða, án þess að koma fram með haldbær sönnunargögn fyrir meintu svindli. Í kjölfarið hefur fjöldi fólks innan Repúblikanaflokksins, meðal annars þingmenn, talað á sambærilegum nótum um kosningaúrslit sem ekki hafa verið þeim í vil. „Hins vegar getum við litið á niðurstöður þessara kosninga sem ákveðin skilaboð frá stórum hluta kjósenda, um að þeir líði ekki svona málflutning. Vegna þess að þeir aðilar sem þessu halda stífast fram, þar sem var raunverulega einhver keppni, þeir töpuðu í þessum kosningum.“ Guðmundur segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu Repúblikanar leikandi átt að vinna stórsigur í kosningunum, en ef litið er til sögunnar hefur sá flokkur sem ekki á forsetstólinn unnið góða sigra í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent