Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 09:33 Frá þorpinu Przewodow í Póllandi þar sem tveir dóu í gær eftir að eldflaug lenti þar. Líklegast er um loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum að ræða. AP/Michal Dyjuk Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. Svo virðist þó sem að um sé að ræða S-300 loftvarnaflaug sem Úkraínumenn reyndu að nota til að skjóta niður eina af stýriflaugum Rússa en villtist af leið og lenti innan landamæra Póllands, með áðurnefndum afleiðingum. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa AP fréttaveitan hefur eftir þremur heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bandaríkjanna að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að um úkraínska loftvarnarflaug sé að ræða. Wall Street Journal hefur sömu upplýsingar eftir öðrum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ólíklegt væri að flugskeytinu hefði verið skotið frá Rússlandi Sjá einnig: Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Fregnir hafa borist af því í dag að ráðamenn í Póllandi hafa ekki virkjað fjórða ákvæði stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins eftir atvikið en það ákvæði snýr að umræðu meðal aðildarríkja um öryggi eins eða allra þeirra. Þykir þetta til marks um að Pólverjar hafi komist að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn. Atvikið verður rætt í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í dag.AP/Olivier Matthys Ráðamenn í Póllandi sögðu í gær að flugskeytið hefði verið framleidd í Rússlandi en það gæti vel átt við S-300 loftvarnaflaugar Úkraínumanna. Sjá einnig: Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Bæði yfirvöld í Póllandi og leiðtogar NATO hafa gefið í skyn um að ekki sé um árás að ræða. Þess í stað hefur verið talað um atvik. Sérfræðingar sem skoðuðu myndir af braki eldflaugarinnar sögðu í gærkvöldi að um S-300 loftvarnaflaug frá Úkraínu væri um að ræða. So what crashed in the village of Przewodów, Poland today?With the cooperation of @blueboy1969 we analyzed the available photos of fragments and came to a clear conclusion that they belong to the 48D6 motor of the 5V55-series missile of the S-300 AD system- a Ukrainian one. pic.twitter.com/f0Ex3USLN8— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Málið verður rætt á fundi Norður-Atlantshafsráðsins í dag, þar sem sendiherrar aðildarríkja NATO munu koma saman og skoða þau gögn sem liggja fyrir um atvikið og ræða viðbrögð við því. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun einnig koma saman í dag og ræða innrás Rússa í Úkraínu en sá fundur var skipulagður fyrir atvikið í gær. Þá munu varnarmálaráðherrar þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínumönnum funda í dag, þar sem atvikið verður án efa einnig rætt. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður einnig á fundinum. Auka viðbúnað Ráðamenn í Úkraínu hafa haldið því fram að um rússneska stýriflaug hafi verið að ræða. Þeirra á meðal voru Vólódímír Selenskí, forseti, og Dmitro Kuleba, utanríkisráðherra. Selenskí hefur í kjölfarið rætt við Andrzej Duda, forseta Póllands, og þá væntanlega um atvikið. Hvað þeir sögðu við hvorn annan liggur þó ekki fyrir. Pólverjar hafa lýst því yfir í kjölfarið að viðbúnaður hersins verði aukinn vegna atviksins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Svo virðist þó sem að um sé að ræða S-300 loftvarnaflaug sem Úkraínumenn reyndu að nota til að skjóta niður eina af stýriflaugum Rússa en villtist af leið og lenti innan landamæra Póllands, með áðurnefndum afleiðingum. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa AP fréttaveitan hefur eftir þremur heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bandaríkjanna að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að um úkraínska loftvarnarflaug sé að ræða. Wall Street Journal hefur sömu upplýsingar eftir öðrum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ólíklegt væri að flugskeytinu hefði verið skotið frá Rússlandi Sjá einnig: Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Fregnir hafa borist af því í dag að ráðamenn í Póllandi hafa ekki virkjað fjórða ákvæði stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins eftir atvikið en það ákvæði snýr að umræðu meðal aðildarríkja um öryggi eins eða allra þeirra. Þykir þetta til marks um að Pólverjar hafi komist að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn. Atvikið verður rætt í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í dag.AP/Olivier Matthys Ráðamenn í Póllandi sögðu í gær að flugskeytið hefði verið framleidd í Rússlandi en það gæti vel átt við S-300 loftvarnaflaugar Úkraínumanna. Sjá einnig: Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Bæði yfirvöld í Póllandi og leiðtogar NATO hafa gefið í skyn um að ekki sé um árás að ræða. Þess í stað hefur verið talað um atvik. Sérfræðingar sem skoðuðu myndir af braki eldflaugarinnar sögðu í gærkvöldi að um S-300 loftvarnaflaug frá Úkraínu væri um að ræða. So what crashed in the village of Przewodów, Poland today?With the cooperation of @blueboy1969 we analyzed the available photos of fragments and came to a clear conclusion that they belong to the 48D6 motor of the 5V55-series missile of the S-300 AD system- a Ukrainian one. pic.twitter.com/f0Ex3USLN8— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Málið verður rætt á fundi Norður-Atlantshafsráðsins í dag, þar sem sendiherrar aðildarríkja NATO munu koma saman og skoða þau gögn sem liggja fyrir um atvikið og ræða viðbrögð við því. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun einnig koma saman í dag og ræða innrás Rússa í Úkraínu en sá fundur var skipulagður fyrir atvikið í gær. Þá munu varnarmálaráðherrar þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínumönnum funda í dag, þar sem atvikið verður án efa einnig rætt. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður einnig á fundinum. Auka viðbúnað Ráðamenn í Úkraínu hafa haldið því fram að um rússneska stýriflaug hafi verið að ræða. Þeirra á meðal voru Vólódímír Selenskí, forseti, og Dmitro Kuleba, utanríkisráðherra. Selenskí hefur í kjölfarið rætt við Andrzej Duda, forseta Póllands, og þá væntanlega um atvikið. Hvað þeir sögðu við hvorn annan liggur þó ekki fyrir. Pólverjar hafa lýst því yfir í kjölfarið að viðbúnaður hersins verði aukinn vegna atviksins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira