Neville lék 400 deildarleiki fyrir United og 85 A-landsleiki fyrir England, og vann á ferlinum meðal annars átta Englandsmeistaratitla og tvo Evrópumeistaratitla.
Engu að síður efuðust margir um hæfileika bæði hans og bróður hans, Phil.
Gary Neville sagði þannig frá því að eitt sinn þegar hann var að fara að spila gegn Fulham á Craven Cottage hefðu áhorfendur beint spjótum sínum að þeim bræðrum. Það hefði verið í fyrsta sinn sem hann heyrði ákveðinn söng, og Paul Scholes liðsfélagi þeirra hafði greinilega gaman af.
„Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði þessi köll. Þetta voru náungar um fimmtugt með pottlok, í nístandi kulda þegar við vorum að hita upp, sem fóru að syngja: „Ef að Neville-bræður geta spilað fyrir England þá get ég það. Ef að Neville-bræður geta spilað fyrir England þá get ég það…“ og Scholesy, sem var að hita upp með okkur Phil, byrjaði að syngja með þeim. Litli mörðurinn,“ sagði Neville.
The story of the If the Neville s can play for England chant featuring Fulham fans and Paul Scholes ! pic.twitter.com/cvkxeIZZii
— Gary Neville (@GNev2) November 13, 2022