Ronaldo var nefnilega veikur og var fjarri góðu gamni þegar United tryggði sér sæti í 4. umferð deildabikarsins með 4-2 sigri á Villa. Öll mörkin í leiknum komu í seinni hálfleik.
Speed er mikill stuðningsmaður United og aðdáandi Ronaldos en hann fékk ekki að sjá goðið sitt. „Ég er grátandi núna, flaug alla leið til Manchester til að sjá Ronaldo og hann spilar ekki,“ skrifaði Speed á Twitter.
No Ronaldo sighting for Speed pic.twitter.com/SW2WeRDFpy
— ESPN FC (@ESPNFC) November 10, 2022
Speed sá þó United vinna Villa og stillti sér upp í stúkunni á Old Trafford í treyju merkti sér og með númerinu sjö sem Ronaldo er með á bakinu. Speed verður þó að bíða eitthvað eftir því að sjá Portúgalann spila og verður að hafa hraðar hendur því enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Ronaldo gæti yfirgefið United í janúar.
United dróst gegn Burnley, toppliði B-deildarinnar, í 4. umferð deildabikarsins. United mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn í síðasta leik sínum fyrir HM-hléið.