Fótbolti

United seinasta liðið í 16-liða úrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Scott McTominay skoraði fjórða mark United í kvöld.
Scott McTominay skoraði fjórða mark United í kvöld. Stu Forster/Getty Images

Manchester United varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins er liðið vann 4-2 sigur gegn Aston Villa í úrvalsdeildarslag.

Fyrri hálfleikur var nokkuð bragðdaufur og tókst liðunum ekki að kom boltanum í netið. Staðan var því enn 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Það lifnaði þó heldur betur yfir leiknum í síðari hálfleik og Ollie Watkins kom gestunum í Aston Villa í forystu strax á þriðju mínútu hálfleiksins eftir stoðsendingu frá Jakob Ramsey.

Heimamenn voru þó ekki lengi að svara því Anthony Martial jafnaði metin strax í næstu sókn og staðan því orðin 1-1.

 Á 61. mínútu komust gestirnir þó aftur yfir þegar Diogo Dalot varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net, en Marcus Rashford jafnaði metin fyrir United á ný með góðu marki á 67. mínútu.

Bruno Fernandes kom heimamönnum svo í forystu í fyrsta skipti í leiknum á 78. mínútu áður en Scott McTominay tryggði liðinu 4-2 sigur í uppbótartíma.

Manchester United verður því í pottinum þegar dregið verðu í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins á morgun, en Aston Villa er úr leik.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×