Erlent

Listaverkasafn stofnanda Microsoft selt fyrir metfé í þágu góðgerðarmála

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ein af myndunum á uppboðinu í New York eftir franska málarann Paul Cezanne var metin á rúmar 120 milljónir dollara. 
Ein af myndunum á uppboðinu í New York eftir franska málarann Paul Cezanne var metin á rúmar 120 milljónir dollara.  EPA-EFE/SARAH YENESEL

Listaverkaverkasafn í eigu Paul Allens heitins, annars stofnanda Microsoft, er nú í söluferli hjá uppboðshaldaranum Christies.

Nú þegar hafa verk úr safninu verið seld fyrir einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala sem er hæsta verð sem fengist hefur fyrir listaverkasafn á uppboði í sögunni. Enn fleiri verk verða seld í dag og því ljóst að upphæðin á eftir að hækka til muna.

Annað verk, eftir Edouard Manet, var metið á allt að 65 milljónir dala. EPA-EFE/SARAH YENESEL

Paul Allen, sem lést árið 2018, var ástríðufullur málverkasafnari og átti hann verk eftir stórmeistara á borð við Paul Gauguin, Cézanne, van Gogh og Gustav Klimt. Allur ágóði af sölu verkanna mun renna til góðgerðarmála eins og Allen hafði fyrirskipað í erfðaskrá sinni.

Á meðal verka sem seldust í gær var mynd eftir Georges Seurat sem fór fyrir metfé eða 150 milljónir dala. Þá seldist verk eftir Gustav Klimt á 105 milljónir dala, og van Gogh mynd fór á 117 milljónir sem einnig er met.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×