Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 10:01 Kjósendur í þremur ríkjum í Bandaríkjunum samþykktu að festa rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkjanna. epa/Will Oliver Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. Í Vermont samþykkti meirihluti kjósenda breytingar á stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um að réttur einstaklinga til sjálfræðis hvað varðar barneignir sé lykilþáttur þegar kemur að því að ráða eigin lífi og að ekki megi skerða þennan rétt nema hagsmunir ríkisins séu í húfi. Kjósendur í Michigan samþykktu sömuleiðis að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um réttindi einstaklingsins til þess að ráða öllum ákvörðunum þegar kemur að þungun. Worth noting that amendments to state constitutions in California, Vermont and Michigan to protect the right to abortion all passed with substantial majorities. Meanwhile, amendments to restrict #AbortionRights in Kentucky and Montana look set to fail. pic.twitter.com/n5bZ39KXZb— Marion McKeone (@marionmckeone) November 9, 2022 Fyrirbyggjandi aðgerð gegn gildistöku úreltra laga Michigan var eitt þeirra ríkja þar sem hætt var við því að eldri lög tækju aftur gildi í kjölfar þess að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunn í Roe gegn Wade. Þannig kemur niðurstaðan í kosningunum nú í veg fyrir að lög frá 1931 um nær algjört þungunarrofsbann virkist á ný. Tillagan sem kjósendur samþykktu felur hins vegar í sér að ríkisþingið mun geta sett lög um þungunarrof þegar komið er að þeim tíma á meðgöngunni þegar fóstrið getur lifað sjálfstæðu lífi utan líkama móðurinnar. Þingið mun hins vegar ekki geta sett lög sem kveða á um refsingu gegn þeim sem gangast undir þungunarrof eða missa fóstur, né þeim sem veita þungunarrofsþjónustu. Í Kaliforníu samþykktu kjósendur að gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins þar sem kveðið verður á um algjöran rétt einstaklingsins til notkunar getnaðarvarna og aðgengis að þungunarrofi. Eins og er kveður stjórnarskráin á um rétt til friðhelgis einkalífsins, sem hæstiréttur ríkisins hefur túlkað sem svo að nái einnig yfir réttinn til þungunarrofs. Í Kentucky og Montana var kosið um tillögur til höfuðs rétti kvenna til þungunarrofs en niðurstöður þar liggja ekki fyrir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Sjá meira
Í Vermont samþykkti meirihluti kjósenda breytingar á stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um að réttur einstaklinga til sjálfræðis hvað varðar barneignir sé lykilþáttur þegar kemur að því að ráða eigin lífi og að ekki megi skerða þennan rétt nema hagsmunir ríkisins séu í húfi. Kjósendur í Michigan samþykktu sömuleiðis að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um réttindi einstaklingsins til þess að ráða öllum ákvörðunum þegar kemur að þungun. Worth noting that amendments to state constitutions in California, Vermont and Michigan to protect the right to abortion all passed with substantial majorities. Meanwhile, amendments to restrict #AbortionRights in Kentucky and Montana look set to fail. pic.twitter.com/n5bZ39KXZb— Marion McKeone (@marionmckeone) November 9, 2022 Fyrirbyggjandi aðgerð gegn gildistöku úreltra laga Michigan var eitt þeirra ríkja þar sem hætt var við því að eldri lög tækju aftur gildi í kjölfar þess að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunn í Roe gegn Wade. Þannig kemur niðurstaðan í kosningunum nú í veg fyrir að lög frá 1931 um nær algjört þungunarrofsbann virkist á ný. Tillagan sem kjósendur samþykktu felur hins vegar í sér að ríkisþingið mun geta sett lög um þungunarrof þegar komið er að þeim tíma á meðgöngunni þegar fóstrið getur lifað sjálfstæðu lífi utan líkama móðurinnar. Þingið mun hins vegar ekki geta sett lög sem kveða á um refsingu gegn þeim sem gangast undir þungunarrof eða missa fóstur, né þeim sem veita þungunarrofsþjónustu. Í Kaliforníu samþykktu kjósendur að gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins þar sem kveðið verður á um algjöran rétt einstaklingsins til notkunar getnaðarvarna og aðgengis að þungunarrofi. Eins og er kveður stjórnarskráin á um rétt til friðhelgis einkalífsins, sem hæstiréttur ríkisins hefur túlkað sem svo að nái einnig yfir réttinn til þungunarrofs. Í Kentucky og Montana var kosið um tillögur til höfuðs rétti kvenna til þungunarrofs en niðurstöður þar liggja ekki fyrir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Sjá meira