Athletic segir frá þessu og segir að málið sé komið svo langt að FSG sé byrjað að undirbúa söluferlið.
Áhugsamir aðilar hafa jafnframt fengið að vita af því að félagið sé nú sölu. Það er ekki alveg vitað hvort að sölunni verði en FSG hlustar á tilboð.
Liverpool hefur verið í eigu Fenway Sports Group, undir forystu John Henry, frá október 2010 þegar fjárfestingafélagið keypti enska félagið frá George N. Gillett, Jr. og Tom Hicks.
Á tíma FSG hefur Liverpool unnið alla titla í boði þar á meðal enska meistararatitilinn 2020 og Meistaradeildina 2019.
Það hefur gengið illa hjá Liverpool á þessari leiktíð en liðið komst þó áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það dróst á móti Real Madrid í dag. Liverpool vann einnig mikilvægan sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
EXCLUSIVE: Liverpool have been put up for sale by Fenway Sports Group. Sale deck has been produced for interested parties. Goldman Sachs + Morgan Stanley assisting evaluation process. Unclear if deal gets done but FSG inviting offers @TheAthleticFC #LFC https://t.co/hdmPKeb1ec
— David Ornstein (@David_Ornstein) November 7, 2022