Erlent

Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Biden gæti lent í því að Repúblikanar nái völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings á morgun.
Biden gæti lent í því að Repúblikanar nái völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings á morgun. Getty/Makela

Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu.

 Mikil spenna er fyrir kosningarnar sem eru á morgun,  því útlit er fyrir að Demókratar missi meirihluta sinn í fulltrúadeildinni og keppnin er afar hörð í öldungadeildinni líka. Í dag hafa Demókratar meirihluta í báðum deildum. Missi þeir aðra hvora deildina, eða báðar, mun það gera Biden forseta mun erfiðara fyrir að koma sínum málum í gegn.

Biden kom fram á fundi í New York á meðan Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Florida. Í New York er einnig kosið um ríkisstjóra og hvatti Biden fólk til að kjósa Kathy Hochul, sem nú gegnir embættinu en hún hefur háð harða baráttu við mótframbjóðandann Lee Zeldin, sem Trump styður við bakið á.

Trump hélt hinsvegar klukkutíma langa ræðu í Florida þar sem hann úthúðaði Demókrötum sem hann segir að séu að breyta Bandaríkjunum í kommúnistaríki. Trump hélt einnig áfram að ýja að því að hann muni bjóða sig fram til forseta árið 2024 og sagði fólki að vera við viðtækið í dag, þegar hann heldur ræðu í Ohio.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.