Enski boltinn

„Eitt mest stressandi augna­blik lífs míns“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erling Braut Håland hefur nú skorað 23 mörk á tímabilinu.
Erling Braut Håland hefur nú skorað 23 mörk á tímabilinu. Richard Callis/Getty Images

Norska markamaskínan Erling Braut Håland tryggði Manchester City dramatískan sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Norðmaðurinn viðurkenndi að taugarnar hafi verið þandar þegar hann stillti boltanum upp.

Lærisveinar Pep Guardiola hafa nú unnið tíu heimaleiki í röð í öllum keppnum. Liðið var manni færri lungann úr leiknum gegn Fulham en fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og varamaðurinn Håland reyndist hetjan.

„Þetta var frábært. Ég var mjög stressaður [áður en ég tók vítið]. Þetta var eitt mest stressandi augnablik lífs míns, en frábært. Vítaspyrna á síðustu mínútu, auðvitað er maður stressaður en þetta er mögnuð tilfinning,“ sagði framherjinn við fjölmiðla eftir leik.

„Ég elska þetta. Ég hef verið meiddur í viku og þetta var mjög mikilvægur sigur.“

Manchester City fór á topp deildarinnar með sigrinum en Arsenal getur náð toppsætinu á nýjan leik með sigri á Chelsea.


Tengdar fréttir

Pep við Zlatan: „Skrifaðu aðra bók“

Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimovic eru engir sérstakir vinir. Nú hefur þeim enn og aftur lent saman eftir að Ibrahimovic sagði í viðtali að egó Guardiola kæmi í veg fyrir framfarir Erling Haaland hjá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×