Pep við Zlatan: „Skrifaðu aðra bók“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 16:00 Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimavic eru enn og aftur komnir í hár saman. Vísir/Getty Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimovic eru engir sérstakir vinir. Nú hefur þeim enn og aftur lent saman eftir að Ibrahimovic sagði í viðtali að egó Guardiola kæmi í veg fyrir framfarir Erling Haaland hjá Manchester City. Zlatan var í liði Barcelona árin 2009-2011 undir stjórn Guardiola og gaf Spánverjanum enga sérstaka dóma í ævisögu sinni sem hann gaf út árið 2011. „Ég öskraði: Þú ert ekki með pung. Þú kúkar á þig fyrir framan Mourinho. Farðu til helvítis,“ skrifaði Zlatan í bók sinni og hefur í seinni tíð sagt að Guardiola sé barnalegasti þjálfari sem hann hefur haft. Á dögunum fór Zlatan síðan í viðtal hjá frönsku sjónvarspsstöðinni Canal+ og fékk þar spurningar um velgengni Erling Haaland hjá Manchester City en Norðmaðurinn hefur byrjað tímabilið stórkostlega á Englandi. „Getur Guardiola gert Haaland ennþá betri? Það fer eftir egói Guardiola, ef hann leyfir Haaland að vera stærri karakter en hann sjálfur. Hann leyfði hvorki mér né öðrum leikmönnum að vera það,“ sagði Svíinn. Pep Guardiola var spurður út í þessi ummæli Zlatan á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City gegn Fulham í dag. Hann svaraði kaldhæðnislega að hann væri stærsti egóistinn hjá Englandsmeisturunum. „Hann hefur rétt fyrir sér, algjörlega rétt. Hjá þessu félagi, í þessu liði er egóið mitt stærra en frammistöður allra leikmanna. Ég er ekki ánægður með það þegar Erling skorar þrjú mörk og allt fjallar um hann. Ég verð svo öfundssjúkur. Í alvöru talað, svo öfundssjúkur.“ „Ég segi við Erling: Gerðu það, ekki skora fleiri mörk því þá skrifa The Sun og Daily Mail ekki neitt um mig. Zlatan þekkir mig vel. Hann getur kannski skrifað nýja bók því hann hefur rétt fyrir sér, egóið mitt er risastórt.“ Zlatan Ibrahimovic said Pep Guardiola's ego will hamper Erling Haaland's ability at Manchester City.Pep's response is just perfect Pep #ManCity #MCFC pic.twitter.com/4y8pJRe7re— Mike Minay (@MikeMinay) November 4, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
Zlatan var í liði Barcelona árin 2009-2011 undir stjórn Guardiola og gaf Spánverjanum enga sérstaka dóma í ævisögu sinni sem hann gaf út árið 2011. „Ég öskraði: Þú ert ekki með pung. Þú kúkar á þig fyrir framan Mourinho. Farðu til helvítis,“ skrifaði Zlatan í bók sinni og hefur í seinni tíð sagt að Guardiola sé barnalegasti þjálfari sem hann hefur haft. Á dögunum fór Zlatan síðan í viðtal hjá frönsku sjónvarspsstöðinni Canal+ og fékk þar spurningar um velgengni Erling Haaland hjá Manchester City en Norðmaðurinn hefur byrjað tímabilið stórkostlega á Englandi. „Getur Guardiola gert Haaland ennþá betri? Það fer eftir egói Guardiola, ef hann leyfir Haaland að vera stærri karakter en hann sjálfur. Hann leyfði hvorki mér né öðrum leikmönnum að vera það,“ sagði Svíinn. Pep Guardiola var spurður út í þessi ummæli Zlatan á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City gegn Fulham í dag. Hann svaraði kaldhæðnislega að hann væri stærsti egóistinn hjá Englandsmeisturunum. „Hann hefur rétt fyrir sér, algjörlega rétt. Hjá þessu félagi, í þessu liði er egóið mitt stærra en frammistöður allra leikmanna. Ég er ekki ánægður með það þegar Erling skorar þrjú mörk og allt fjallar um hann. Ég verð svo öfundssjúkur. Í alvöru talað, svo öfundssjúkur.“ „Ég segi við Erling: Gerðu það, ekki skora fleiri mörk því þá skrifa The Sun og Daily Mail ekki neitt um mig. Zlatan þekkir mig vel. Hann getur kannski skrifað nýja bók því hann hefur rétt fyrir sér, egóið mitt er risastórt.“ Zlatan Ibrahimovic said Pep Guardiola's ego will hamper Erling Haaland's ability at Manchester City.Pep's response is just perfect Pep #ManCity #MCFC pic.twitter.com/4y8pJRe7re— Mike Minay (@MikeMinay) November 4, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15