„Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 08:00 Margrét Lára fagnar einu þeirra 79 marka sem hún skoraði fyrir íslenska A-landsliðið. Mynd/Daníel „Já eiginlega, fyrir mér var það aldrei spurning,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, aðspurð hvort hún hafi alltaf séð það fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hún segir sig þó hafa skort fyrirmyndir þegar hún var að alast upp. Hin 36 ára gamla Margrét Lára lagði skóna á hilluna haustið 2019 eftir farsælan feril. Ferill sem eflaust hefi verið lengri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli á sínum tíma. Þrátt fyrir þau tókst Margréti Láru samt að raða inn mörkum fyrir Val, íslenska landsliðið og Kristianstad í Svíþjóð. Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands skoraði Margrét Lára 317 mörk í 223 KSÍ leikjum. Einnig skoraði hún 79 mörk í 124 A-landsleikjum ásamt því að skora 48 mörk í 101 leik fyrir Kristianstad. Þessi magnaði framherji var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark nýverið þar sem hún fór yfir upphaf ferilsins og þá staðreynd að hún hafi í raun aldrei ætlað að verða neitt annað en atvinnumaður í fótbolta. „Ég sá það alltaf fyrir mér. Frá unga aldri var ég mjög góð, fór að skara fram úr mjög ung. Byrjaði að æfa fótbolta sex ára og þá var 5. flokkur yngsti flokkur þannig það var stærðar- og getumunur. Það var eitthvað sem herti og styrkti mig.“ „Ég æfði mjög mikið með strákum, maður fer í hugarheim þeirra. Barnslega eðlið sagði að ég væri að fara spila með Manchester United og Liverpool. Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits og áttaði mig á að stelpur fengju ekki að spila með strákum þegar þær voru orðnar fullorðnar.“ „Þá þurfti maður að hugsa þetta upp á nýtt, það var ekki auðvelt því maður hafði ekki fyrirmyndir á þeim tíma. Það voru einhverjar konur sem höfðu farið erlendis en þá var voða lítið skrifað um það í blöðum eða fjallað um í fréttum. Maður var ekki að fá beint í æð og maður var aldrei að hlusta á sögur þessara kvenna, það var ekkert fyrir augum manns. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér alltaf að finna leið til að geta farið út að spila.“ Margrét Lára Viðarsdóttir í góðra vina hópi.VÍSIR/DANÍEL „Man að Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir fóru báðar í einhverskonar atvinnumennsku. Þá var ég loksins búin að fá kvenfyrirmyndir og þá var aldrei aftur snúið. Sérstaklega þegar maður fór að spila á A-landsliðs getustiginu og sá að maður stóð jafnfætis þessum stelpum. Þá var aldrei spurning en að fara út og Þýskaland var alltaf það land sem ég ætlaði mér í. „Ætlaði mér að verða stórt nafn í Evrópu og heiminum af því að það var aldrei spurning fyrir mér. Það var í eðli manns. Pældi aldrei í því að það væri ekki möguleiki. Tók allar ákvarðanir út frá því. Maður þarf að vera ákveðinn egóisti til að verða góður í einhverju. Setja sjálfan sig og íþróttina í forgang.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar nefnir Margrét Lára að það hafi hjálpað að eiga tvo eldri bræður sem hún spilaði reglulega með. Þá kemur hún inn á hvernig það er alast upp í Vestmannaeyjum og hversu mikilvægt það var að ná markinu með vindinn í bakið í frímínútum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Hin 36 ára gamla Margrét Lára lagði skóna á hilluna haustið 2019 eftir farsælan feril. Ferill sem eflaust hefi verið lengri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli á sínum tíma. Þrátt fyrir þau tókst Margréti Láru samt að raða inn mörkum fyrir Val, íslenska landsliðið og Kristianstad í Svíþjóð. Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands skoraði Margrét Lára 317 mörk í 223 KSÍ leikjum. Einnig skoraði hún 79 mörk í 124 A-landsleikjum ásamt því að skora 48 mörk í 101 leik fyrir Kristianstad. Þessi magnaði framherji var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark nýverið þar sem hún fór yfir upphaf ferilsins og þá staðreynd að hún hafi í raun aldrei ætlað að verða neitt annað en atvinnumaður í fótbolta. „Ég sá það alltaf fyrir mér. Frá unga aldri var ég mjög góð, fór að skara fram úr mjög ung. Byrjaði að æfa fótbolta sex ára og þá var 5. flokkur yngsti flokkur þannig það var stærðar- og getumunur. Það var eitthvað sem herti og styrkti mig.“ „Ég æfði mjög mikið með strákum, maður fer í hugarheim þeirra. Barnslega eðlið sagði að ég væri að fara spila með Manchester United og Liverpool. Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits og áttaði mig á að stelpur fengju ekki að spila með strákum þegar þær voru orðnar fullorðnar.“ „Þá þurfti maður að hugsa þetta upp á nýtt, það var ekki auðvelt því maður hafði ekki fyrirmyndir á þeim tíma. Það voru einhverjar konur sem höfðu farið erlendis en þá var voða lítið skrifað um það í blöðum eða fjallað um í fréttum. Maður var ekki að fá beint í æð og maður var aldrei að hlusta á sögur þessara kvenna, það var ekkert fyrir augum manns. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér alltaf að finna leið til að geta farið út að spila.“ Margrét Lára Viðarsdóttir í góðra vina hópi.VÍSIR/DANÍEL „Man að Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir fóru báðar í einhverskonar atvinnumennsku. Þá var ég loksins búin að fá kvenfyrirmyndir og þá var aldrei aftur snúið. Sérstaklega þegar maður fór að spila á A-landsliðs getustiginu og sá að maður stóð jafnfætis þessum stelpum. Þá var aldrei spurning en að fara út og Þýskaland var alltaf það land sem ég ætlaði mér í. „Ætlaði mér að verða stórt nafn í Evrópu og heiminum af því að það var aldrei spurning fyrir mér. Það var í eðli manns. Pældi aldrei í því að það væri ekki möguleiki. Tók allar ákvarðanir út frá því. Maður þarf að vera ákveðinn egóisti til að verða góður í einhverju. Setja sjálfan sig og íþróttina í forgang.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar nefnir Margrét Lára að það hafi hjálpað að eiga tvo eldri bræður sem hún spilaði reglulega með. Þá kemur hún inn á hvernig það er alast upp í Vestmannaeyjum og hversu mikilvægt það var að ná markinu með vindinn í bakið í frímínútum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira