Kjörstöðum var lokað nú klukkan átta á íslenskum tíma og stóð val Brasilíumanna á milli Jair Bolsonaro, núverandi forseta Brasilíu og Luiz Inacio Lula da Silva, sem kallaður er Lula. Lula er fyrrverandi forseti Brasilíu, gegndi embætti frá 2003 til 2010 og er vinstra megin á pólitíska ásnum. Mótframbjóðandi hans Bolsonaro hefur gegnt embætti frá árinu 2019 og telst hægra megin.

Bolsonaro er sagður hafa lofað mikilli beygju til hægri í Brasilíu hljóti hann enn umboð Brasilíumanna á meðan Lula hafi lofað að frekari ábyrgð yrði tekin í velferðar- og umhverfismálum. Mun megi einnig sjá á frambjóðendunum þegar kemur að viðhorfi gagnvart tíma endurvakningar lýðræðis í Brasilíu árið 1985. Lula er sagður hafa barist fyrir lýðræðinu en Bolsonaro minnist fyrri einræðsstjórn með fortíðarþrá. Þessu greinir Reuters frá.
Búist var við því að um 120 milljónir Brasilíumanna myndu nýta kosningarétt sinn en þó hefur spurningum verið varpað fram varðandi bælingu mætingar á kjörstað.
Alríkisumferðarlögreglan, sem sögð er hliðholl Bolsonaro á að hafa búið til vegatálma fyrir kjósendur sem voru á leið á kjörstað í þeim hverfum sem Lula nýtur mikils stuðnings. Það er sérstaklega í fátækari hverfum norðaustur Brasilíu.
Meðlimur Brasilíska kjördómarins neiti því að bæling á kjörsókn stuðningsfólks Lula hafi átt sér stað en meint atvik verði rannsökuð.
Nýjustu tölur virðast sýna að Bolsonaro leiði kosningarnar með 0,6 prósenta mun.