Bolsonaro sakaður um að kaupa sér atkvæði með fjárútlátum Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 11:46 Jair Bolsonaro á kosningafundi fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu um síðustu helgi. Vísir/EPA Skoðanakannanir benda til þess að umdeildar fjárveitingar ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro til velferðarmála fátækustu íbúa Brasilíu á lokametrum kosningabaráttu skili honum auknum stuðningi. Ásakanir eru um að fjárútlátin stangist á við kosningalög. Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, etja kappi um forsetastólinn í annarri umferð forsetakosninganna í Brasilíu um helgina. Lula hefur notið um fimm prósentustiga forskots á Bolsonaro í skoðanakönnunum en nú virðist sem að munurinn hafi mjókkað, sérstaklega á meðal fátækra sem hafa til þessa verið kjarnafylgi Lula. Útgjöld til velferðargreiðslna fyrir fátækustu íbúanna hafa aukist um helming. Um hálf milljón manna til viðbótar fær nú mánaðarlegar greiðslur frá alríkisstjórninni, umsóknarfrestur um þær hefur verið lengdur og í sumum tilfellum hefur greiðslunum verið flýtt. Alls ætlar ríkisstjórnin að auka útgjöldin um 52 milljarða dollara, jafnvirði um 7.500 milljarða íslenskra króna á þessu ári og því næsta. Fylgi Bolsonaro á meðal þeirra sem þiggja velferðargreiðslurnar jókst úr 33% í 40% á milli vikna í síðustu viku. Í september þegar forsetaframbjóðendurnir voru fleiri mældist Bolsonaro með 26% fylgi í þessum hópi kjósenda. Eloisa Machado, lögfræðiprófessor við hugveituna FGV í Sao Paulo segir Reuters-fréttastofunni að útgjaldaaukningin til velferðarmála í kosningabaráttunni sé fordæmalaust brot á kosningalögum. „Það eru fjölmörg merki um að forsetinn víki frá tilgangi félagslegrar og efnahagslegrar stefnu til þess að bæta eigin líkur á kjöri,“ segir hún. Saksóknarar sem framfylgja kosningalögum hafa ekki brugðist við áskorunum um að rannsaka hvort að fjárútlátin samræmist lögum. Luka hefur heldur ekki reynt að fá yfirkjörstjórn landsins til þess að skarast í leikinn. Ráðgjafar hans segja að hann bíði með það til þess að gefa Bolsonaro ekki skotfæri á sér gagnvart fátækum kjósendum. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, etja kappi um forsetastólinn í annarri umferð forsetakosninganna í Brasilíu um helgina. Lula hefur notið um fimm prósentustiga forskots á Bolsonaro í skoðanakönnunum en nú virðist sem að munurinn hafi mjókkað, sérstaklega á meðal fátækra sem hafa til þessa verið kjarnafylgi Lula. Útgjöld til velferðargreiðslna fyrir fátækustu íbúanna hafa aukist um helming. Um hálf milljón manna til viðbótar fær nú mánaðarlegar greiðslur frá alríkisstjórninni, umsóknarfrestur um þær hefur verið lengdur og í sumum tilfellum hefur greiðslunum verið flýtt. Alls ætlar ríkisstjórnin að auka útgjöldin um 52 milljarða dollara, jafnvirði um 7.500 milljarða íslenskra króna á þessu ári og því næsta. Fylgi Bolsonaro á meðal þeirra sem þiggja velferðargreiðslurnar jókst úr 33% í 40% á milli vikna í síðustu viku. Í september þegar forsetaframbjóðendurnir voru fleiri mældist Bolsonaro með 26% fylgi í þessum hópi kjósenda. Eloisa Machado, lögfræðiprófessor við hugveituna FGV í Sao Paulo segir Reuters-fréttastofunni að útgjaldaaukningin til velferðarmála í kosningabaráttunni sé fordæmalaust brot á kosningalögum. „Það eru fjölmörg merki um að forsetinn víki frá tilgangi félagslegrar og efnahagslegrar stefnu til þess að bæta eigin líkur á kjöri,“ segir hún. Saksóknarar sem framfylgja kosningalögum hafa ekki brugðist við áskorunum um að rannsaka hvort að fjárútlátin samræmist lögum. Luka hefur heldur ekki reynt að fá yfirkjörstjórn landsins til þess að skarast í leikinn. Ráðgjafar hans segja að hann bíði með það til þess að gefa Bolsonaro ekki skotfæri á sér gagnvart fátækum kjósendum.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00