Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 11:53 Björn Gíslason, borgarfulltrúi, segir íbúa í Árbæ krefjast þess að lónið verði fyllt að nýju. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. „Ég held að allir sem búa hér í Árbænum sjái það að þetta er falleinkunn fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna. Þessi úrskurður er ótvíræður að þau höfðu ekki leyfi til að gera þetta,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið má rekja aftur til haustsins 2020 þegar Árbæjarlón var tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðaám fyrir um hundrað árum. Krafa íbúa að fyllt verði í lónið Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í síðustu viku, eftir að kæra barst henni frá íbúa í Árbæ, að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma. Tæmingin teljist til framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Nefndin gat hins vegar ekki úrskurðað hvort borginni beri að fylla aftur upp í lónið. „En ég held að það sé alveg augljóst mál að það verður krafa íbúa. Hvort íbúar þurfi að fara aftur að standa í að kæra það, það getur vel verið,“ segir Björn, sem er bæði íbúi í Árbæ og fulltrúi í íbúaráði hverfisins. „Ef þetta er ólögleg framkvæmd verður bara að fylla aftur í lónið. Það er ekkert annað í stöðunni að mínu mati og íbúa hér. Þetta hefur valdið mikilli úlfúð hér meðal íbúa í Árbæ og Breiðholti og raunar íbúa úr fleiri hverfum Reykjavíkur, enda fara þúsundir um Elliðaárdalinn.“ Segir vinnubrögðin til skammar Málið hafi ollið gríðarlegri gremju, enda hafi það ekki verið borið undir íbúa. „Þetta olli gríðarlegri gremju þegar lónið var tæmt. Hvað þá að gera þetta eins og Orkuveitan. Í skjóli nætur og það var ekki samráð við einn eða neinn.“ Björn sat haustið 2020 í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar en segir engan þar hafa vitað af framkvæmdinni. „Þetta eru skammarleg vinnubrögð af hálfu Orkuveitunnar og hvað þá að borgin skuli síðan ekki taka af skarið og stöðva svona framkvæmd. Það er til háborinnar skammar.“ Hann segist ætla að taka málið upp á fundi borgarstjórnar. „Það er mjög stór hópur sem vill að þetta verði fyllt.“ Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má finna hér að neðan. Tengd skjöl Úrskurður_ÚUA_í_máli_nrPDF656KBSækja skjal Reykjavík Skipulag Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Sjá meira
„Ég held að allir sem búa hér í Árbænum sjái það að þetta er falleinkunn fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna. Þessi úrskurður er ótvíræður að þau höfðu ekki leyfi til að gera þetta,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið má rekja aftur til haustsins 2020 þegar Árbæjarlón var tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðaám fyrir um hundrað árum. Krafa íbúa að fyllt verði í lónið Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í síðustu viku, eftir að kæra barst henni frá íbúa í Árbæ, að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma. Tæmingin teljist til framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Nefndin gat hins vegar ekki úrskurðað hvort borginni beri að fylla aftur upp í lónið. „En ég held að það sé alveg augljóst mál að það verður krafa íbúa. Hvort íbúar þurfi að fara aftur að standa í að kæra það, það getur vel verið,“ segir Björn, sem er bæði íbúi í Árbæ og fulltrúi í íbúaráði hverfisins. „Ef þetta er ólögleg framkvæmd verður bara að fylla aftur í lónið. Það er ekkert annað í stöðunni að mínu mati og íbúa hér. Þetta hefur valdið mikilli úlfúð hér meðal íbúa í Árbæ og Breiðholti og raunar íbúa úr fleiri hverfum Reykjavíkur, enda fara þúsundir um Elliðaárdalinn.“ Segir vinnubrögðin til skammar Málið hafi ollið gríðarlegri gremju, enda hafi það ekki verið borið undir íbúa. „Þetta olli gríðarlegri gremju þegar lónið var tæmt. Hvað þá að gera þetta eins og Orkuveitan. Í skjóli nætur og það var ekki samráð við einn eða neinn.“ Björn sat haustið 2020 í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar en segir engan þar hafa vitað af framkvæmdinni. „Þetta eru skammarleg vinnubrögð af hálfu Orkuveitunnar og hvað þá að borgin skuli síðan ekki taka af skarið og stöðva svona framkvæmd. Það er til háborinnar skammar.“ Hann segist ætla að taka málið upp á fundi borgarstjórnar. „Það er mjög stór hópur sem vill að þetta verði fyllt.“ Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má finna hér að neðan. Tengd skjöl Úrskurður_ÚUA_í_máli_nrPDF656KBSækja skjal
Reykjavík Skipulag Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Sjá meira
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01