Skipulag

Fréttamynd

Hyggst reisa nýja flug­stöð og festa flug­völlinn í sessi

Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig á­byrgan“

Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“.  Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið.

Menning
Fréttamynd

Sam­þykktu frið­lýsingu Grafar­vogs en til­laga um stækkun verndarsvæðis felld

Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að fram­tíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi

Íbúar við Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðu niðurrifi tveggja húsa til að byggja stærri fjölbýlishús á reitnum. Framtíð hverfisins sé í húfi. Eigandi húss sem stendur til að rífa segir það mjög illa farið. Borgarfulltrúi blæs á gagnrýni að arkitekt sitji beggja vegna borðsins.

Innlent
Fréttamynd

Skoða framtíðarnýtingu Vífils­staða

Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt út­lit og verði „upplifunarbrú“

Tillaga um breytt deiliskipulag Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs var kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Lagt er til að afmörkun Árbæjarlóns verði fjarlægð auk þess sem lagt er til að Árbæjarstífla fái nýtt útlit og um hana verði aðgengileg gönguleið yfir Elliðaárnar. Stíflan er friðuð og því er lagt upp með að breytingar á henni verði gerðar í samráði við Minjastofnun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar frekar að Árbæjarlón verði fyllt að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Hversu ört getur höfuð­borgin stefnt að breyttum ferðavenjum?

Borgir víða um heim vinna að því að fá fleiri til að nota vistvænar samgöngur og draga úr notkun einkabíla. Tilgangurinn er fjölþættur, en heilt á litið er það mat þeirra sem vinna við borgarskipulag að það sé verra ef einkabíllinn er of mikið notaður.

Skoðun
Fréttamynd

Hyggjast reisa fjöru­tíu í­búðir í rað­húsum í Breið­holti

Uppbygging fjörutíu íbúða í raðhúsum við Suðurhóla í Breiðholti var samþykkt á fundi borgarráðs í gær en í dag er þar að finna grasblett sem nýttur hefur verið sem boltavöllur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lögðu fram sérbókanir um málið, fögnuðu uppbyggingu en lýstu yfir áhyggjum af þéttleika byggðarinnar og skorti á bílastæðum.

Innlent
Fréttamynd

Hlut­verk hverfa í borgarstefnu

Nýlega var samþykkt þingsályktun um borgarstefnu á Alþingi. Er um töluverð tíðindi að ræða en fyrir utan að fjallað er um Reykjavíkurborg hefur Akureyrarbær fengið skilgreiningu sem svæðisborg.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú

Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til borgar­stjórnar Reykja­víkur

Undirrituð sem búum í næsta nágrenni Gufuneskirkjugarðar, krefjumst þess að deiliskipulagi fyrir Gufuneskirkjugarð verði breytt, sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bálstofa sem fyrirhuguð er á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði verði ekki á skipulagi í Grafarvogi.

Skoðun
Fréttamynd

Þreyttir í­búar Grjótaþorpsins fá einstefnu

Samþykkt hefur verið að Grjótagata í Grjótaþorpinu í miðborg Reykjavíkur verði einstefnugata. Íbúar hafa upplifað umferðaröngþveiti vegna vöruafhendingar á morgnana og líka hraðan næturakstur að næturlagi og sendu umhverfis- og skipulagssviði undirskriftalista vegna málsins síðastliðið sumar.

Innlent
Fréttamynd

Langt í frá að málinu sé lokið

Búseti íhugar alvarlega að leita réttar síns fyrir dómstólum til að verja hagsmuni íbúa félagsins við Árskóga. Félagið lítur enda svo á að enn séu uppi álitamál þrátt fyrir niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem hafnaði kröfum Búseta um að vöruskemman alræmda í Álfabakka yrði rifin.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundar­firði

Áform eru uppi um að reisa nýja aðstöðu til sjó- og gufubaða í landi Þórustaða í Holtsfjöru í Önundarfirði undir heitinu Hvítisandur. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 1,5 milljarðar króna. Verkefnið er í höndum Hvítasands ehf. sem hyggst senda deiliskipulagstillögu til Ísafjarðarbæjar í nóvember. Ef samþykki fæst gætu framkvæmdir hafist næsta sumar, eftir varptíma æðarfugls.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kærðu um­deildar fram­kvæmdir allt of seint

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Kláfur á Ísa­firði fari í opin­bera kynningu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að nauðsynlegar skipulagsbreytingar vegna kláfs upp á Eyrarfjall ofan bæjarins fari í opinbera kynningu. Tillaga að nýju skipulagi var unnin af verkfræðistofunni Eflu fyrir Eyrarkláf ehf.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“

Ragna Ívarsdóttir, formaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi, segir íbúa í frístundabyggð vilja fá leyfi til að hafa skráð aðsetur. Hún segir það ekki sinn vilja að fólk skrái sig aðeins til búsetu í sveitarfélaginu fyrir kosningar. Sveitarstjórn óttast að íbúum muni fjölga í aðdraganda kosninga og svo fækka aftur. Sveitarfélagið muni þurfa að taka á sig aukinn kostnað vegna þjónustu við íbúa sem svo flytji strax aftur burt.

Innlent