Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 11:53 Björn Gíslason, borgarfulltrúi, segir íbúa í Árbæ krefjast þess að lónið verði fyllt að nýju. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. „Ég held að allir sem búa hér í Árbænum sjái það að þetta er falleinkunn fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna. Þessi úrskurður er ótvíræður að þau höfðu ekki leyfi til að gera þetta,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið má rekja aftur til haustsins 2020 þegar Árbæjarlón var tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðaám fyrir um hundrað árum. Krafa íbúa að fyllt verði í lónið Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í síðustu viku, eftir að kæra barst henni frá íbúa í Árbæ, að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma. Tæmingin teljist til framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Nefndin gat hins vegar ekki úrskurðað hvort borginni beri að fylla aftur upp í lónið. „En ég held að það sé alveg augljóst mál að það verður krafa íbúa. Hvort íbúar þurfi að fara aftur að standa í að kæra það, það getur vel verið,“ segir Björn, sem er bæði íbúi í Árbæ og fulltrúi í íbúaráði hverfisins. „Ef þetta er ólögleg framkvæmd verður bara að fylla aftur í lónið. Það er ekkert annað í stöðunni að mínu mati og íbúa hér. Þetta hefur valdið mikilli úlfúð hér meðal íbúa í Árbæ og Breiðholti og raunar íbúa úr fleiri hverfum Reykjavíkur, enda fara þúsundir um Elliðaárdalinn.“ Segir vinnubrögðin til skammar Málið hafi ollið gríðarlegri gremju, enda hafi það ekki verið borið undir íbúa. „Þetta olli gríðarlegri gremju þegar lónið var tæmt. Hvað þá að gera þetta eins og Orkuveitan. Í skjóli nætur og það var ekki samráð við einn eða neinn.“ Björn sat haustið 2020 í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar en segir engan þar hafa vitað af framkvæmdinni. „Þetta eru skammarleg vinnubrögð af hálfu Orkuveitunnar og hvað þá að borgin skuli síðan ekki taka af skarið og stöðva svona framkvæmd. Það er til háborinnar skammar.“ Hann segist ætla að taka málið upp á fundi borgarstjórnar. „Það er mjög stór hópur sem vill að þetta verði fyllt.“ Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má finna hér að neðan. Tengd skjöl Úrskurður_ÚUA_í_máli_nrPDF656KBSækja skjal Reykjavík Skipulag Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
„Ég held að allir sem búa hér í Árbænum sjái það að þetta er falleinkunn fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna. Þessi úrskurður er ótvíræður að þau höfðu ekki leyfi til að gera þetta,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið má rekja aftur til haustsins 2020 þegar Árbæjarlón var tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðaám fyrir um hundrað árum. Krafa íbúa að fyllt verði í lónið Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í síðustu viku, eftir að kæra barst henni frá íbúa í Árbæ, að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma. Tæmingin teljist til framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Nefndin gat hins vegar ekki úrskurðað hvort borginni beri að fylla aftur upp í lónið. „En ég held að það sé alveg augljóst mál að það verður krafa íbúa. Hvort íbúar þurfi að fara aftur að standa í að kæra það, það getur vel verið,“ segir Björn, sem er bæði íbúi í Árbæ og fulltrúi í íbúaráði hverfisins. „Ef þetta er ólögleg framkvæmd verður bara að fylla aftur í lónið. Það er ekkert annað í stöðunni að mínu mati og íbúa hér. Þetta hefur valdið mikilli úlfúð hér meðal íbúa í Árbæ og Breiðholti og raunar íbúa úr fleiri hverfum Reykjavíkur, enda fara þúsundir um Elliðaárdalinn.“ Segir vinnubrögðin til skammar Málið hafi ollið gríðarlegri gremju, enda hafi það ekki verið borið undir íbúa. „Þetta olli gríðarlegri gremju þegar lónið var tæmt. Hvað þá að gera þetta eins og Orkuveitan. Í skjóli nætur og það var ekki samráð við einn eða neinn.“ Björn sat haustið 2020 í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar en segir engan þar hafa vitað af framkvæmdinni. „Þetta eru skammarleg vinnubrögð af hálfu Orkuveitunnar og hvað þá að borgin skuli síðan ekki taka af skarið og stöðva svona framkvæmd. Það er til háborinnar skammar.“ Hann segist ætla að taka málið upp á fundi borgarstjórnar. „Það er mjög stór hópur sem vill að þetta verði fyllt.“ Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má finna hér að neðan. Tengd skjöl Úrskurður_ÚUA_í_máli_nrPDF656KBSækja skjal
Reykjavík Skipulag Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01