Erik ten Hag segir að það verði tekið á hegðun Ronaldo í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 10:31 Það eru margir sem vildu vera fluga á vegg þegar Cristiano Ronaldo mætir á æfingu í dag. AP/Jon Super Cristiano Ronaldo stal fyrirsögnunum í mörgum blöðum í morgun þrátt fyrir að spila ekki eina einustu mínútu í sigri Manchester United á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Ronaldo hagaði sér enn á ný eins og smákrakki þegar hann stóð upp undir lok leiksins og yfirgaf Old Trafford löngu áður en leiknum lauk. Liðið hans var að vinna en það eina sem Portúgalinn var greinilega að hugsa um var að hann fékk ekki að spila. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ronaldo hafði skorað sigurmark Manchester United á móti Everton á dögunum en þá kom hann inn á sem varamaður. Hann hafði aftur á móti byrjað tvo leiki eftir það án þess að skora. United liðið var að spila vel í gær en knattspyrnustjórinn Erik ten Hag þurfti engu að síður að svara spurningum um hegðun stórstjörnunnar eftir leikinn. „Ég ætla ekki að hugsa um það í dag en við munum taka á þessu á morgun,“ sagði Erik ten Hag. „Einbeiting okkar er á frábæra frammistöðu í dag frá öllum ellefu leikmönnunum. Ég verð meira að segja að leiðrétta sjálfan mig því það voru ekki bara ellefu leikmenn sem voru að spila vel heldur einnig varamennirnir sem komu inn á. Þetta var liðsframmistaða,“ sagði Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Við munum taka á þessu með Ronaldo á morgun. Það sem við sáum í dag voru ellefu leikmenn sem vörðust og ellefu leikmenn sem sóttu,“ sagði Ten Hag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ronaldo strunsar af bekknum í miðjum leik því það gerði hann einnig í æfingarleik á móti Rayo Vallecano þegar honum var skipt út af í hálfleik. Þá talaði Ten Hag um að sú hegðun hafi verið óásættanleg. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Ronaldo hagaði sér enn á ný eins og smákrakki þegar hann stóð upp undir lok leiksins og yfirgaf Old Trafford löngu áður en leiknum lauk. Liðið hans var að vinna en það eina sem Portúgalinn var greinilega að hugsa um var að hann fékk ekki að spila. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ronaldo hafði skorað sigurmark Manchester United á móti Everton á dögunum en þá kom hann inn á sem varamaður. Hann hafði aftur á móti byrjað tvo leiki eftir það án þess að skora. United liðið var að spila vel í gær en knattspyrnustjórinn Erik ten Hag þurfti engu að síður að svara spurningum um hegðun stórstjörnunnar eftir leikinn. „Ég ætla ekki að hugsa um það í dag en við munum taka á þessu á morgun,“ sagði Erik ten Hag. „Einbeiting okkar er á frábæra frammistöðu í dag frá öllum ellefu leikmönnunum. Ég verð meira að segja að leiðrétta sjálfan mig því það voru ekki bara ellefu leikmenn sem voru að spila vel heldur einnig varamennirnir sem komu inn á. Þetta var liðsframmistaða,“ sagði Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Við munum taka á þessu með Ronaldo á morgun. Það sem við sáum í dag voru ellefu leikmenn sem vörðust og ellefu leikmenn sem sóttu,“ sagði Ten Hag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ronaldo strunsar af bekknum í miðjum leik því það gerði hann einnig í æfingarleik á móti Rayo Vallecano þegar honum var skipt út af í hálfleik. Þá talaði Ten Hag um að sú hegðun hafi verið óásættanleg.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira