Grátbiðja Drake um að forða Arsenal frá bölvun Atli Arason skrifar 20. október 2022 07:00 Drake í treyju Arsenal í spilavíti í vikunni. The Sun Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er vinsælasti tónlistarmaðurinn á streymisveitunni Spotify frá upphafi en þykir ekki eins vinsæll í heimi íþróttanna eftir fjölda óheppilegra atvika undanfarin ár. Drake er mikill íþróttaáhugamaður og fylgist vel með. Um síðustu helgi var merki rapparans framan á keppnistreyjum Barcelona í stórleik liðsins gegn Real Madrid í spænska boltanum. Barcelona tapaði leiknum 3-1 og þótti einhverjum það endanlega staðfesta þá hjátrú að bölvun fylgir þeim kanadíska. Rapparinn sást í spilavíti í vikunni þar sem hann klæddist Arsenal treyju frá tímabilinu 2005/06. Hjátrúarfullir stuðningsmenn Arsenal óttast nú hið versta eftir bestu byrjun liðsins í enskri deildarkeppni frá árinu 1903. Til eru mörg dæmi um íþróttalið og afreksíþróttafólk sem hreinlega hrapa af toppnum eftir stuðningsyfirlýsingu Drake. Fórnarlömb Drake bölvunarinnar Fyrr á þessu ári birti Drake mynd í hringrás (e. story) á Instagram aðgangi sínum þar sem rapparinn lagði veðmál upp á 33 milljónir króna að Charles Leclerc myndi vinna Formúlu 1 kappaksturinn í Barcelona. Leclerc náði ekki að klára kappaksturinn þar sem vélin í Ferrari bifreið hans bilaði. Layvin Kurzawa, þá leikmaður PSG, birti mynd af sér með Drake í aðdraganda leik PSG og Lille í frönsku úrvalsdeildinni árið 2019. PSG tapaði leiknum 5-1, sem var stærsta tap PSG í frönsku deildinni í tæpan áratug og í fyrsta skipti sem liðið fékk á sig fimm mörk í einum leik frá árinu 2000. Drake og Conor McGregorGetty Images Bardagakappinn Conor McGregor, þá UFC meistari, fékk stuðningsyfirlýsingu frá Drake en rapparinn mætti einnig með írska fánan á viðburði tengda bardaga McGregor gegn hinum rússneska Khabib Nurmagomedov árið 2018. McGregor tapaði bardaganum. Jadon Sancho, fyrrum leikmaður Borussia Dortmund, birti mynd af sér með rapparanum degi áður en Dortmund steinlá, 5-0, gegn erkifjendunum í Bayern München. Árið 2015 leyndi Drake ekki áhuga sínum á tennisspilaranum Serena Williams. Rapparinn mætti á undanúrslita einvígi Williams, þá á toppi heimslistans, gegn Roberta Vinci. Williams tapaði þá afar óvænt gegn Vinci sem var á þeim tíma í 43. sæti heimslistans. Sergio Aguero, þá leikmaður Manchester City, sást umgangast Drake fyrir leik City gegn Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. City tapaði leiknum 1-0 en Aguero klúðraði vítaspyrnu í leiknum. City átti svo eftir að falla úr leik í Meistaradeildinni eftir einvígið gegn Tottenham. Drake ásamt Anthony JoshuaTwitter Breski boxarinn Anthony Joshua birti mynd af sér með Drake áður en hann og Andy Ruiz Jr. mættust árið 2019 þar sem Joshua tapaði óvænt sínum fyrsta bardaga á ferlinum. Drake og Pierre-Emerick Aubameyang, þá framherji Arsenal, stilltu sér upp fyrir myndatöku skömmu fyrir leik Arsenal og Everton árið 2019. Þrátt fyrir að Aubameyang byrjaði þann leik á varamannabekknum þá tapaði Arsenal 1-0 en félagið missti af Meistaradeildarsæti það tímabil. Eftir að Drake birti áðurnefnd mynd af sér í Arsenal treyju spilavíti í vikunni fóru einhverjir stuðningsmenn liðsins að hafa áhyggjur en Arsenal er sem stendur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Laura Woods, sparkspekingur hjá talkSPORT og stuðningsmaður Arsenal, bað Drake vinsamlegast um að halda sig fjarri Arsenal og klæðast frekar treyju Tottenham Hotspur eða Manchester City. „Ég er með skilaboð fyrir Drake. Þú ert frábær tónlistarmaður en vinsamlegast farðu úr þessari treyju og klæddu þig frekar í Spurs treyju. Við þurfum ekki áhuga þinn eða bölvun. Haltu þig við tónlistina,“ sagði Woods. 📸 Drake takes a picture with Sancho. His next game: Bayern 5 - 0 Dortmund 📸 Drake takes a picture with Aubameyang. His next game: Everton 1 - 0 Arsenal 📸 Drake takes a picture with Aguero. His next game: Misses a penalty vs TottenhamDrake curse confirmed 😳 pic.twitter.com/mp7rjiCXKi— ODDSbible (@ODDSbible) April 9, 2019 Enski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Akstursíþróttir Box MMA Tennis Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Drake er mikill íþróttaáhugamaður og fylgist vel með. Um síðustu helgi var merki rapparans framan á keppnistreyjum Barcelona í stórleik liðsins gegn Real Madrid í spænska boltanum. Barcelona tapaði leiknum 3-1 og þótti einhverjum það endanlega staðfesta þá hjátrú að bölvun fylgir þeim kanadíska. Rapparinn sást í spilavíti í vikunni þar sem hann klæddist Arsenal treyju frá tímabilinu 2005/06. Hjátrúarfullir stuðningsmenn Arsenal óttast nú hið versta eftir bestu byrjun liðsins í enskri deildarkeppni frá árinu 1903. Til eru mörg dæmi um íþróttalið og afreksíþróttafólk sem hreinlega hrapa af toppnum eftir stuðningsyfirlýsingu Drake. Fórnarlömb Drake bölvunarinnar Fyrr á þessu ári birti Drake mynd í hringrás (e. story) á Instagram aðgangi sínum þar sem rapparinn lagði veðmál upp á 33 milljónir króna að Charles Leclerc myndi vinna Formúlu 1 kappaksturinn í Barcelona. Leclerc náði ekki að klára kappaksturinn þar sem vélin í Ferrari bifreið hans bilaði. Layvin Kurzawa, þá leikmaður PSG, birti mynd af sér með Drake í aðdraganda leik PSG og Lille í frönsku úrvalsdeildinni árið 2019. PSG tapaði leiknum 5-1, sem var stærsta tap PSG í frönsku deildinni í tæpan áratug og í fyrsta skipti sem liðið fékk á sig fimm mörk í einum leik frá árinu 2000. Drake og Conor McGregorGetty Images Bardagakappinn Conor McGregor, þá UFC meistari, fékk stuðningsyfirlýsingu frá Drake en rapparinn mætti einnig með írska fánan á viðburði tengda bardaga McGregor gegn hinum rússneska Khabib Nurmagomedov árið 2018. McGregor tapaði bardaganum. Jadon Sancho, fyrrum leikmaður Borussia Dortmund, birti mynd af sér með rapparanum degi áður en Dortmund steinlá, 5-0, gegn erkifjendunum í Bayern München. Árið 2015 leyndi Drake ekki áhuga sínum á tennisspilaranum Serena Williams. Rapparinn mætti á undanúrslita einvígi Williams, þá á toppi heimslistans, gegn Roberta Vinci. Williams tapaði þá afar óvænt gegn Vinci sem var á þeim tíma í 43. sæti heimslistans. Sergio Aguero, þá leikmaður Manchester City, sást umgangast Drake fyrir leik City gegn Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. City tapaði leiknum 1-0 en Aguero klúðraði vítaspyrnu í leiknum. City átti svo eftir að falla úr leik í Meistaradeildinni eftir einvígið gegn Tottenham. Drake ásamt Anthony JoshuaTwitter Breski boxarinn Anthony Joshua birti mynd af sér með Drake áður en hann og Andy Ruiz Jr. mættust árið 2019 þar sem Joshua tapaði óvænt sínum fyrsta bardaga á ferlinum. Drake og Pierre-Emerick Aubameyang, þá framherji Arsenal, stilltu sér upp fyrir myndatöku skömmu fyrir leik Arsenal og Everton árið 2019. Þrátt fyrir að Aubameyang byrjaði þann leik á varamannabekknum þá tapaði Arsenal 1-0 en félagið missti af Meistaradeildarsæti það tímabil. Eftir að Drake birti áðurnefnd mynd af sér í Arsenal treyju spilavíti í vikunni fóru einhverjir stuðningsmenn liðsins að hafa áhyggjur en Arsenal er sem stendur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Laura Woods, sparkspekingur hjá talkSPORT og stuðningsmaður Arsenal, bað Drake vinsamlegast um að halda sig fjarri Arsenal og klæðast frekar treyju Tottenham Hotspur eða Manchester City. „Ég er með skilaboð fyrir Drake. Þú ert frábær tónlistarmaður en vinsamlegast farðu úr þessari treyju og klæddu þig frekar í Spurs treyju. Við þurfum ekki áhuga þinn eða bölvun. Haltu þig við tónlistina,“ sagði Woods. 📸 Drake takes a picture with Sancho. His next game: Bayern 5 - 0 Dortmund 📸 Drake takes a picture with Aubameyang. His next game: Everton 1 - 0 Arsenal 📸 Drake takes a picture with Aguero. His next game: Misses a penalty vs TottenhamDrake curse confirmed 😳 pic.twitter.com/mp7rjiCXKi— ODDSbible (@ODDSbible) April 9, 2019
Enski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Akstursíþróttir Box MMA Tennis Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01