Arnór, Jesper, Heiðar og Sebastian í burtu frá Val Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 13:32 Arnór Smárason kom til Vals fyrir tímabilið 2021 en mun brátt yfirgefa félagið. VÍSIR/VILHELM Valsmenn eru þegar komnir vel á veg með að móta þann leikmannahóp sem Arnar Grétarsson fær í hendurnar þegar hann tekur við sem þjálfari liðsins að loknu tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta. Valur hefur á undanförnum vikum samið við nokkra leikmenn sem voru að verða samningslausir en að minnsta kosti fjórir leikmenn eru hins vegar á förum frá félaginu þegar tímabilinu lýkur. Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við danska varnarmanninn Jesper Juelsgård, sem kom til félagsins í byrjun árs og samdi um að spila með Val út tímabilið 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis komu tíðindin þessum reynslumikla leikmanni algjörlega í opna skjöldu. Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård er á förum frá Val.vísir/Diego Skagamaðurinn Arnór Smárason mun einnig yfirgefa Val eftir leiktíðina, eftir að hafa spilað með liðinu í tvö tímabil eftir sautján ár í atvinnumennsku. Samningur hans er að renna út. Samkvæmt upplýsingum Vísis er líklegt að Arnór gangi til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA, sem nú rambar á barmi falls niður í Lengjudeildina. Svíinn Sebastian Hedlund fer einnig frá Val, eftir að hafa spilað með liðinu í fimm ár og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Samkomulag um að Heiðar fari Þá komust Valur og Heiðar Ægisson að samkomulagi um að Heiðar hætti hjá félaginu eftir leiktíðina, ári eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Samningar við Rasmus Christiansen og Lasse Petry eru einnig að renna út en ekki liggur ljóst fyrir hvort að þeir yfirgefi Hlíðarenda eða skrifi að nýju undir samning við félagið. Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val, Sebastian Hedlund mun fara eftir tímabilið, en óvissa ríkir varðandi Rasmus Christiansen.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðjumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið hjá Val að láni frá danska félaginu Horsens á þessari leiktíð og mun hann vera að skoða sín mál en Valsmenn hafa áhuga á að halda honum. Valsmenn sitja sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, og missa því annað árið í röð af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2020. Þeir eru með 35 stig í 5. sæti og geta best náð 4. sæti en eru tveimur stigum á eftir KR og einu stigi fyrir ofan Stjörnuna. Ólafur Jóhannesson stýrir Val í síðustu umferðum Bestu deildarinnar, eins og hann hefur gert frá því að hann tók við af Heimi Guðjónssyni í júlí, þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt um það að Arnar, sem áður stýrði KA, taki svo við af Ólafi. Valur Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Valur hefur á undanförnum vikum samið við nokkra leikmenn sem voru að verða samningslausir en að minnsta kosti fjórir leikmenn eru hins vegar á förum frá félaginu þegar tímabilinu lýkur. Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við danska varnarmanninn Jesper Juelsgård, sem kom til félagsins í byrjun árs og samdi um að spila með Val út tímabilið 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis komu tíðindin þessum reynslumikla leikmanni algjörlega í opna skjöldu. Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård er á förum frá Val.vísir/Diego Skagamaðurinn Arnór Smárason mun einnig yfirgefa Val eftir leiktíðina, eftir að hafa spilað með liðinu í tvö tímabil eftir sautján ár í atvinnumennsku. Samningur hans er að renna út. Samkvæmt upplýsingum Vísis er líklegt að Arnór gangi til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA, sem nú rambar á barmi falls niður í Lengjudeildina. Svíinn Sebastian Hedlund fer einnig frá Val, eftir að hafa spilað með liðinu í fimm ár og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Samkomulag um að Heiðar fari Þá komust Valur og Heiðar Ægisson að samkomulagi um að Heiðar hætti hjá félaginu eftir leiktíðina, ári eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Samningar við Rasmus Christiansen og Lasse Petry eru einnig að renna út en ekki liggur ljóst fyrir hvort að þeir yfirgefi Hlíðarenda eða skrifi að nýju undir samning við félagið. Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val, Sebastian Hedlund mun fara eftir tímabilið, en óvissa ríkir varðandi Rasmus Christiansen.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðjumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið hjá Val að láni frá danska félaginu Horsens á þessari leiktíð og mun hann vera að skoða sín mál en Valsmenn hafa áhuga á að halda honum. Valsmenn sitja sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, og missa því annað árið í röð af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2020. Þeir eru með 35 stig í 5. sæti og geta best náð 4. sæti en eru tveimur stigum á eftir KR og einu stigi fyrir ofan Stjörnuna. Ólafur Jóhannesson stýrir Val í síðustu umferðum Bestu deildarinnar, eins og hann hefur gert frá því að hann tók við af Heimi Guðjónssyni í júlí, þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt um það að Arnar, sem áður stýrði KA, taki svo við af Ólafi.
Valur Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira