Veður

Suð­vestan­átt og strekkingur um landið norð­vestan­vert

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til átta stig.
Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til átta stig. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir suðvestanátt í dag og á morgun og má víða reikna með golu eða kalda, en strekkingi um landið norðvestanvert. Jafnvel má búast við allhvössu í afmörkuðum strengjum við fjöll á því svæði.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að á vestanverðu landinu verði skýjað veður og að þurrt, en að búast megi við smávegis vætu af og til á morgun. Hiti á landinu verður á bilinu tvö til átta stig.

„Á austurhelmingi landsins verður hins vegar léttskýjað og fallegir haustdagar í vændum þar. Það var frekar kalt í norðanáttinni um helgina, en með suðvestanáttinni færist mildari loftmassi yfir landið og hiti verður víða á bilinu 3 til 8 stig,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðvestan 5-15 m/s, hvassast norðvestanlands. Léttskýjað á austanverðu landinu, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag: Snýst í austan og norðaustan 3-8 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 6 stig, en víða vægt frost á Norðaustur- og Austurlandi.

Á föstudag: Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og skýjað, en léttskýjað suðvestantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Suðlæg átt 3-8. Skýjað og úrkomulítið sunnan- og vestanlands, hiti 1 til 6 stig. Bjartviðri um landið norðaustanvert og hiti um eða undir frostmarki.

Á sunnudag: Suðlæg átt og dálítil væta á sunnanverðu landinu, en bjart norðantil. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst.

Á mánudag: Austlæg átt með þurru veðri, en smáskúrum við suðurströndina. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×