Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. október 2022 13:43 Liz Truss hefur ekki gegnt embætti forsætisráðherra Bretlands í langan tíma Sean Smith - Pool/Getty Images Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Þetta kemur fram í pistli sem Chris Mason, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í umfjöllum um bresk stjórnmál, skrifar inn á fréttavef BBC í dag. „Ef þú finnur fyrir vott af skelfingu í loftinu, þá ert þú ekki sá eini,“ skrifar Mason. Þar gerir hann tilkynningu Jeremy Hunt, nýs fjármálaráðherra Bretlands að umtalsefni sínu. Hætt við skattalækkun og þak á orkuverði stytt Hunt kynnti í dag nýjar aðgerðir í efnahagsmálum þar sem hann dró til baka nær allt sem eftir stóð af upprunalegu fjármálafrumvarpi forsætisráðherrans. Áður hafði verið tilkynnt að hætt yrði við afnám hæsta skattþrepsins, eftir mikla gagnrýni, gagnrýni sem meðal annars varð til þess að Hunt tók við af Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra á dögunum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár eins og upprunaleg ætlun Truss og ráðherra hennar var. „Við munum snúa við nærri öllum skattaákvörðunum“, sagði Hunt í morgun og átti þær við þær aðgerðir sem Truss og Kwarteng, höfðu kynnt. Jeremy Hunt, nýr fjármalaráðherra Bretlands.Getty Faisal Islam, efnahagsskýrandi, BBC, segir að tilkynning Hunt í morgun hafi mögulega falið í sér mestu u-beygju í hagsögu Bretlands. Í grein sinni á BBC skrifar Mason að tilkynning Hunt þýði að Truss, sá forsætisráðherra, sem lofað hafi að lækka skatta meira en hennar helsti keppinautur um leiðtogahlutverk Íhaldsflokksins, þurfi nú að sætta sig við að geta ekki staðið við loforðið. Spurningar hafa vaknað hvort að Truss sé stætt áfram sem forsætisráðherra Bretlands og boða þurfi til kosninga, átján mánuðum á undan áætlunum. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa þegar sagt að það sé erfitt fyrir Truss að halda áfram. Truss mun mæta í fyrirspurnartíma á breska þinginu á eftir og er fastlega gert ráð fyrir að hún muni mæta mikilli gagnrýni af hálfu stjórnarandstæðinga. Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Chris Mason, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í umfjöllum um bresk stjórnmál, skrifar inn á fréttavef BBC í dag. „Ef þú finnur fyrir vott af skelfingu í loftinu, þá ert þú ekki sá eini,“ skrifar Mason. Þar gerir hann tilkynningu Jeremy Hunt, nýs fjármálaráðherra Bretlands að umtalsefni sínu. Hætt við skattalækkun og þak á orkuverði stytt Hunt kynnti í dag nýjar aðgerðir í efnahagsmálum þar sem hann dró til baka nær allt sem eftir stóð af upprunalegu fjármálafrumvarpi forsætisráðherrans. Áður hafði verið tilkynnt að hætt yrði við afnám hæsta skattþrepsins, eftir mikla gagnrýni, gagnrýni sem meðal annars varð til þess að Hunt tók við af Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra á dögunum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár eins og upprunaleg ætlun Truss og ráðherra hennar var. „Við munum snúa við nærri öllum skattaákvörðunum“, sagði Hunt í morgun og átti þær við þær aðgerðir sem Truss og Kwarteng, höfðu kynnt. Jeremy Hunt, nýr fjármalaráðherra Bretlands.Getty Faisal Islam, efnahagsskýrandi, BBC, segir að tilkynning Hunt í morgun hafi mögulega falið í sér mestu u-beygju í hagsögu Bretlands. Í grein sinni á BBC skrifar Mason að tilkynning Hunt þýði að Truss, sá forsætisráðherra, sem lofað hafi að lækka skatta meira en hennar helsti keppinautur um leiðtogahlutverk Íhaldsflokksins, þurfi nú að sætta sig við að geta ekki staðið við loforðið. Spurningar hafa vaknað hvort að Truss sé stætt áfram sem forsætisráðherra Bretlands og boða þurfi til kosninga, átján mánuðum á undan áætlunum. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa þegar sagt að það sé erfitt fyrir Truss að halda áfram. Truss mun mæta í fyrirspurnartíma á breska þinginu á eftir og er fastlega gert ráð fyrir að hún muni mæta mikilli gagnrýni af hálfu stjórnarandstæðinga.
Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32