Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2022 07:21 Kwarteng og Truss á ársþingi Íhaldsflokksins. AP/Stefan Rousseau Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. Kwarteng og forsætisráðherrann Liz Truss sögðu síðast í gær að það stæði alls ekki til að falla frá afnáminu, þrátt fyrir að um væri að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á dögunum og olli falli sterlingspundsins og gríðarlegum titringi á fjármála- og húsnæðismörkuðum. Breskir miðlar segja ráðherrunum hafa orðið ljóst við upphaf ársþings Íhaldsflokksins að þingmenn myndu gera uppreisn ef þeir yrðu neyddir til þess að greiða atkvæði með afnámi skattþrepsins. Þá hafi menn verið farnir að tala um það að koma þyrfti Truss frá sem fyrst en skoðanakannanir sýna mikla sókn Verkamannaflokksins í kjölfar þess að fjárlagafrumvarpið var kynnt. Truss sagði síðast í gær, í viðtali við BBC, að hún hygðist alls ekki víkja frá stefnu sinni og því þykir málið allt hið vandræðalegasta. Í viðtölum í morgun hefur Kwarteng ekki viljað viðurkenna að afnám skattþrepsins hafi verið mistök en sagði það hins vegar hafa beint athyglinni frá frumvarpinu í heild, sem hann stæði enn með. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að segja af sér, jafnvel þótt seðlabankinn hefði neyðst til að verja gríðarlegum fjármunum til að verja lífeyrissjóðakerfið vegna klúðursins. Þrátt fyrir algjöra U-beygju ríkisstjórnarinnar benda miðlar á að fleiri umdeildar skattalækkanir sé að finna í fjárlagafrumvarpinu og þá eigi enn eftir að upplýsa hvernig á að greiða fyrir þær. Getgátur hafa verið uppi um að mikill niðurskurður sé framundan í ríkisfjármálunum en í viðtölum í morgun vildi Kwarteng ekki kannast við það. Bretland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Kwarteng og forsætisráðherrann Liz Truss sögðu síðast í gær að það stæði alls ekki til að falla frá afnáminu, þrátt fyrir að um væri að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á dögunum og olli falli sterlingspundsins og gríðarlegum titringi á fjármála- og húsnæðismörkuðum. Breskir miðlar segja ráðherrunum hafa orðið ljóst við upphaf ársþings Íhaldsflokksins að þingmenn myndu gera uppreisn ef þeir yrðu neyddir til þess að greiða atkvæði með afnámi skattþrepsins. Þá hafi menn verið farnir að tala um það að koma þyrfti Truss frá sem fyrst en skoðanakannanir sýna mikla sókn Verkamannaflokksins í kjölfar þess að fjárlagafrumvarpið var kynnt. Truss sagði síðast í gær, í viðtali við BBC, að hún hygðist alls ekki víkja frá stefnu sinni og því þykir málið allt hið vandræðalegasta. Í viðtölum í morgun hefur Kwarteng ekki viljað viðurkenna að afnám skattþrepsins hafi verið mistök en sagði það hins vegar hafa beint athyglinni frá frumvarpinu í heild, sem hann stæði enn með. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að segja af sér, jafnvel þótt seðlabankinn hefði neyðst til að verja gríðarlegum fjármunum til að verja lífeyrissjóðakerfið vegna klúðursins. Þrátt fyrir algjöra U-beygju ríkisstjórnarinnar benda miðlar á að fleiri umdeildar skattalækkanir sé að finna í fjárlagafrumvarpinu og þá eigi enn eftir að upplýsa hvernig á að greiða fyrir þær. Getgátur hafa verið uppi um að mikill niðurskurður sé framundan í ríkisfjármálunum en í viðtölum í morgun vildi Kwarteng ekki kannast við það.
Bretland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira