Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2022 11:22 Fjöldi fólks særðist í eldflaugaárásum Rússa á Kænugarð í gær. AP/Efrem Lukatsky Forseti Úkraínu segir að Rússum muni ekki takast að hræða Úkraínumenn til undirgefni með eldflaugaárásum á saklausan almenning og innviði samfélagsins. Árásirnar herði andstöðuna við innrás Rússa og sameini þjóðina enn frekar. Rússar héldu eldflaugaárásum sínum á borgir víðs vegar um Úkraínu áfram í nótt og morgun meðal annars á borgina Lviv í vesturhluta landsins. Tekist hafði að endurræsa um 95 prósent af raforkukerfi og um 70 prósent af vatnsveitukerfi borgarinnar eftir eldflaugaárásir gærdagsins. Eftir nýjustu eldflaugaárásirnar í dag eru um 30 prósent borgarinnar án rafmagns. Slökkviliðsmenn í borginni Dnipro skoða gíg eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Leo Correa Efasemdir eru um að Rússar geti haldið viðlíka eldflaugaárásum uppi lengi vegna þess að þeir séu uppskoroppa með vopn, að mati bresku leyniþjónustunnar. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar hafa rússneskar og hvítrússneskar hersveitir safnast saman við landamæri Hvítarússlands og Úkraínu, sem minnir um margt á aðdraganda innrásar Rússa í norðurhluta Úkraínu í upphafi stríðsins i febrúar. Vladimir Putin forseti Rússlands og Vassily Nebenzi fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sakað Úkraínumenn um hryðjuverk með árás þeirra á Krímbrúna á sunnudag. Sendiherrann sagði í gær að NATO vildi herða á stríðsátökunum og beitti Úkraínu fyrir sig til að veikja Rússland. Krímbrúin í ljósum logum eftir sprengjuárás á laugardag. Brúin er mjög mikilvæg fyrir flutninga birgða og hersveita Rússa til suðurhluta Úkraínu.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu stillti sér upp á götuhorni í Kænugarði í gærkvöldi skammt frá þar sem rússneskar eldflaugar höfðu sprungið. Hann sagði Rússa miða á leikvelli og innviði ásamt sögulega mikilvæga staði. Þetta væru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hryðjuverkaárásir Rússa á almenna borgara þjappa úkraínsku þjóðinni saman.AP/forsetaembætti Úkraínu „Það er ekki hægt að hræða Úkraínumenn, aðeins sameina þá enn frekar. Úkraína verður ekki stöðvuð, bara sannfærð enn frekar um að draga máttinn úr hryðjuverkamönnum. Rússneski herinn miðaði sérstaklega á þessi skotmörk á háannatíma. Þetta eru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Þeir vilja hræða fólk og hafa áhrif á almenning. Þeir gerðu það þannig að allur heimurinn tók eftir þvi,“ sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Rússar héldu eldflaugaárásum sínum á borgir víðs vegar um Úkraínu áfram í nótt og morgun meðal annars á borgina Lviv í vesturhluta landsins. Tekist hafði að endurræsa um 95 prósent af raforkukerfi og um 70 prósent af vatnsveitukerfi borgarinnar eftir eldflaugaárásir gærdagsins. Eftir nýjustu eldflaugaárásirnar í dag eru um 30 prósent borgarinnar án rafmagns. Slökkviliðsmenn í borginni Dnipro skoða gíg eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Leo Correa Efasemdir eru um að Rússar geti haldið viðlíka eldflaugaárásum uppi lengi vegna þess að þeir séu uppskoroppa með vopn, að mati bresku leyniþjónustunnar. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar hafa rússneskar og hvítrússneskar hersveitir safnast saman við landamæri Hvítarússlands og Úkraínu, sem minnir um margt á aðdraganda innrásar Rússa í norðurhluta Úkraínu í upphafi stríðsins i febrúar. Vladimir Putin forseti Rússlands og Vassily Nebenzi fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sakað Úkraínumenn um hryðjuverk með árás þeirra á Krímbrúna á sunnudag. Sendiherrann sagði í gær að NATO vildi herða á stríðsátökunum og beitti Úkraínu fyrir sig til að veikja Rússland. Krímbrúin í ljósum logum eftir sprengjuárás á laugardag. Brúin er mjög mikilvæg fyrir flutninga birgða og hersveita Rússa til suðurhluta Úkraínu.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu stillti sér upp á götuhorni í Kænugarði í gærkvöldi skammt frá þar sem rússneskar eldflaugar höfðu sprungið. Hann sagði Rússa miða á leikvelli og innviði ásamt sögulega mikilvæga staði. Þetta væru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hryðjuverkaárásir Rússa á almenna borgara þjappa úkraínsku þjóðinni saman.AP/forsetaembætti Úkraínu „Það er ekki hægt að hræða Úkraínumenn, aðeins sameina þá enn frekar. Úkraína verður ekki stöðvuð, bara sannfærð enn frekar um að draga máttinn úr hryðjuverkamönnum. Rússneski herinn miðaði sérstaklega á þessi skotmörk á háannatíma. Þetta eru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Þeir vilja hræða fólk og hafa áhrif á almenning. Þeir gerðu það þannig að allur heimurinn tók eftir þvi,“ sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38
Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16
Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17