Innlent

Sama til­finning og þegar inn­rásin hófst

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mótmælin hófust klukkan 17 fyrir utan rússneska sendiráðið.
Mótmælin hófust klukkan 17 fyrir utan rússneska sendiráðið. Vísir/Bjarni

Úkraínumenn og hópur Rússa á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Blásið var til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu mótmælendur yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst.

„75 eldflaugaárásir á úkraínskar borgir í dag eru óréttlætanlegar og tilefnislausar árásir á óbreytta borgara. Þetta eru glæpir gegn mannkyni,“ segir í tilkynningu frá hópnum.

„Við biðjum rússnesku ríkisstjórnina um að hætta árásunum og kalla hermenn aftur heim; þannig að ástandið verði eins og það var fyrir innlimun Krímskaga árið 2014. Við biðjum í Evrópu og Atlantshafsbandalagið um að auka stuðning sinn við Úkraínu.“

Fána Úkraínu var flaggað.Vísir/Bjarni

Tanya Korolenko, einn skipuleggjenda mótmælanna, segir að hún hafi komið til að sýna Rússum að Úkraínumenn væru óhræddir. Til að sýna samstöðu.

„Þeir munu ekki hræða okkur með eldflaugum og ég kom hingað til að sýna samstöðu með minni þjóð. Mér líður eins og það sé 24. febrúar, þetta er eins og önnur byrjun á stríðinu; eins og þeir hafi farið yfir strikið,“ segir Tanya.

„Sumir vina minna eru orðnir mjög hræddir og eru farnir að pakka ofan í töskur,“ bætir hún við.

Hópurinn segist hafa upplifað 24. febrúar, dag innrásarinnar, á ný.Vísir/Bjarni

Rætt var við Tönyu Korolenko í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl

Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×