Hróp og köll gerð að forstjórum Air France og Airbus vegna flugslyssins mannskæða fyrir þrettán árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2022 22:23 Anne Rigail, forstjóri Air France og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, eins og teiknari sá þau fyrir sér í dómsal. AP Aðstandendur þeirra sem létust þegar Airbus-þota franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshaf árið 2009 gerðu hróp og köll að forstjórum flugvélaframleiðandans og flugfélagsins þegar dómsmál vegna flugslysins hófst í Frakklandi í dag. Flugvél Air France var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi þann 1. júní 2009. Flugvélin hrapaði hins vegar í Atlantshafi í óveðri. 228 fórust, þar af einn Íslendingur. Mikil leit var gerð að svörtu kössum flugvélarinnar, sem fundust. Hljóðupptökur þar vörpuðu ljósi á að flugmenn vélarinnar virðast ekki hafa brugðist við viðvörunum um ofris. Þá er einnig talið að ís hafi myndast á hraðaskynjurum flugvélarinnar sem truflað hafi mælingar sem bárust flugmönnum og flugkerfi vélarinnar. Gögn úr svarta kassanum gefa til kynna að flugvélin hafi fallið úr 11,500 metra hæð á fjórum mínútum og 24 sekúndum. Viðvörun um ofris hljóðaði einnig 75 sinnum í flugstjórnarklefanum. „Franskt réttlæti, þrettán árum of seint “stendur á þessu skilti sem einn af aðstandendum farþega Air Frances sem lést í slysinu, hélt á í dag.AP Photo/Michel Euler Aðstandendur farþeganna sem létust höfðuðu mál gegn Airbus og Air France, en fulltrúar þeirra neituðu sök við réttarhöldin í dag. Airbus telur að mistök flugmanna hafi verið orsök flugslyssins. Air France bendir hins vegar á Airbus og hönnun viðvörunakerfa sem hafi verið ruglandi fyrir flugmennina. Dómari í málinu hóf réttarhöldin á því að lesa upp nöfn þeirra 228 sem fórust í slysinu. Þegar Anne Rigail, forstjóri Air France, og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, hófu mál sitt við réttarhöldin voru hróp og köll gerð að þeim. „Skammist ykkar“ og „Of lítið of seint,“ var kallað að þeim. Réttarhöldin munu standa yfir næstu níu vikurnar. Frakkland Brasilía Fréttir af flugi Airbus Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Flugvél Air France var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi þann 1. júní 2009. Flugvélin hrapaði hins vegar í Atlantshafi í óveðri. 228 fórust, þar af einn Íslendingur. Mikil leit var gerð að svörtu kössum flugvélarinnar, sem fundust. Hljóðupptökur þar vörpuðu ljósi á að flugmenn vélarinnar virðast ekki hafa brugðist við viðvörunum um ofris. Þá er einnig talið að ís hafi myndast á hraðaskynjurum flugvélarinnar sem truflað hafi mælingar sem bárust flugmönnum og flugkerfi vélarinnar. Gögn úr svarta kassanum gefa til kynna að flugvélin hafi fallið úr 11,500 metra hæð á fjórum mínútum og 24 sekúndum. Viðvörun um ofris hljóðaði einnig 75 sinnum í flugstjórnarklefanum. „Franskt réttlæti, þrettán árum of seint “stendur á þessu skilti sem einn af aðstandendum farþega Air Frances sem lést í slysinu, hélt á í dag.AP Photo/Michel Euler Aðstandendur farþeganna sem létust höfðuðu mál gegn Airbus og Air France, en fulltrúar þeirra neituðu sök við réttarhöldin í dag. Airbus telur að mistök flugmanna hafi verið orsök flugslyssins. Air France bendir hins vegar á Airbus og hönnun viðvörunakerfa sem hafi verið ruglandi fyrir flugmennina. Dómari í málinu hóf réttarhöldin á því að lesa upp nöfn þeirra 228 sem fórust í slysinu. Þegar Anne Rigail, forstjóri Air France, og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, hófu mál sitt við réttarhöldin voru hróp og köll gerð að þeim. „Skammist ykkar“ og „Of lítið of seint,“ var kallað að þeim. Réttarhöldin munu standa yfir næstu níu vikurnar.
Frakkland Brasilía Fréttir af flugi Airbus Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira