Erlent

Farþegavél með 228 farþega hvarf yfir Atlantshafi

Farþegaflugvél með 228 farþega innaborðs frá franska flugfélaginu Air France er saknað eftir að hún hvarf yfir Atlantshafinu. Vélin var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu og var á leið til París. Samkvæmt flugmálayfirvöldum á Charles de Gaulle flugvellinum í París misstu þeir samband við vélina um sex leytið í morgun. Það er BBC sem greinir frá.

Talsmaður flugfélagsins segir að vélin hafi átt að lenda í París klukkan 11:00. Annar sagði að svo gæti verið að vélin ætti í fjarksiptaerfiðleikum en það vandamál væri afar sjaldgæft.

„Við höfum miklar áhyggjur," sagði hann. „Flugvélin hvarf af skjánum hjá okkur fyrir nokkrum klukkustundum."

Búið er að koma upp neyðarmistöð á Charles de Gaulle flugvellinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×