Innlent

Lík Íslendings sem fórst í Air France slysinu fundið

Mynd/AP
Lík Helge Gustafsson, Íslendingsins sem fórst með Airbus vélinni frá Air France fyrir tveimur og hálfu ári síðan er komið í leitirnar. Þetta kemur fram í norska blaðinu Aftenposten en þar er rætt við bróður Helge, Inge Gustafsson sem á miðvikudag fékk símtal frá íslenska sendiráðinu í Osló þar sem honum var tilkynnt að lík Helge væri fundið. Um 230 manns fórust í slysinu en vélin var á leið frá Brasilíu til Frakklands. Gríðarlegan tíma hefur tekið að bera kennsl á líkamsleifar fórnarlambanna.

Helge átti íslenskan föður en hann ólst upp í Noregi og var búsettur í Brasilíu þegar slysið varð. Hann var í sinni síðustu vinnuferð þegar vélin fórst en til stóð að hann flytti aftur til Noregs að henni lokinni.

Helgi lét eftir sig tvær dætur og einn son. Drengurinn er nú ellefu ára en var átta ára gamall þegar vélin fórst. Helge verður jarðaður í lok mánaðarins í Askoy í Noregi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×