Veður

Hættustigi lýst yfir á Suðurlandi: Búist við að vindhviður nái 60 m/s

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rauð viðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi.
Rauð viðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Veðurstofa Íslands

Almannavarnir hafa í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna veðurspár í dag.

 Í gær var óvissustigi lýst yfir á svæðinu en hækkað vegna þess að gert er ráð fyrir miklu hvassviðri á Suðausturlandi frá klukkan fjögur í dag til miðnættis. Búist er við hviðum allt að 60 m/s og má einnig búast við sandfoki og samgöngutruflunum.

Appelsínugulri viðvörun var þá breytt í rauða á svæðinu milli klukkan 16 og miðnættis vegna veðursins. Gert er ráð fyrir versta veðrinu austan Öræfa en hægari vind vestan þeirra. Vindur verður á bilinu 25 til 35 m/s.

Fréttastofa fylgist með gangi mála í vaktinni í dag. 


Tengdar fréttir

Vaktin: Af­taka­veður gengur yfir landið

Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. 

Aukin skriðuhætta vegna úrkomunnar

Vaxandi lægð verður lónandi við austurströndina í dag og fylgir henni mjög hvöss norðanátt og mikil úrkoma á norðanverðu landinu. Á norðausturhorninu má búast við slyddu og snjókomu í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×