Anna Sorokin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2022 13:18 Anna Sorokin í réttarsal árið 2019. Getty Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hinni 31 ára Sorokin, sem einnig hefur verið þekkt sem Anna Delvey, hafi verið sleppt úr fangelsi í gær. Duncan Levin, lögmaður Sorokin, segir skjólstæðing sinn vera mjög þakklátan dómaranum fyrir að hafa sleppt sér úr fangelsi. Segir hann það rétt metið af dómaranum að samfélaginu stafi ekki hætta af Sorokin. Mál Önnu Sorokin hefur vakið mikla athygli síðustu ár og voru gerðir sjónvarpsþættir á Netflix um sögu hennar, Inventing Anna, þar sem hin 28 ára Julia Garner fór með hlutverk Sorokin. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2013. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri einkaerfingi sjóðs metinn á 60 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma var hún mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún birti myndir af lúxuslífi sem hún lifði. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 dala. Sorokin hafði setið í fangelsi í um fimm hundruð daga þegar hún hlaut fjögurra til tólf ára dóm árið 2019 fyrir brot sín. Vildi dómari meina að hún hafi svikið um 200 þúsund Bandaríkjadala. Sorokin lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Sorokin seldi Netflix réttinn að sögu sinni og nýtti fjárhæðirnar meðal annars til að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York. Bandaríkin Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hinni 31 ára Sorokin, sem einnig hefur verið þekkt sem Anna Delvey, hafi verið sleppt úr fangelsi í gær. Duncan Levin, lögmaður Sorokin, segir skjólstæðing sinn vera mjög þakklátan dómaranum fyrir að hafa sleppt sér úr fangelsi. Segir hann það rétt metið af dómaranum að samfélaginu stafi ekki hætta af Sorokin. Mál Önnu Sorokin hefur vakið mikla athygli síðustu ár og voru gerðir sjónvarpsþættir á Netflix um sögu hennar, Inventing Anna, þar sem hin 28 ára Julia Garner fór með hlutverk Sorokin. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2013. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri einkaerfingi sjóðs metinn á 60 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma var hún mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún birti myndir af lúxuslífi sem hún lifði. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 dala. Sorokin hafði setið í fangelsi í um fimm hundruð daga þegar hún hlaut fjögurra til tólf ára dóm árið 2019 fyrir brot sín. Vildi dómari meina að hún hafi svikið um 200 þúsund Bandaríkjadala. Sorokin lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Sorokin seldi Netflix réttinn að sögu sinni og nýtti fjárhæðirnar meðal annars til að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York.
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent