Erlent

Tökur hefjast að nýju eftir sam­komu­lag við fjöl­skylduna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alec Baldwin við tökur kvikmyndarinnar Rust.
Alec Baldwin við tökur kvikmyndarinnar Rust.

Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað.

Hutchins fékk skot í bringuna úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin hélt á við tökur á kvikmyndinni í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum á síðasta ári. Hutchins lést af sárum sínum. Fjölskylda hennar höfðaði einkamál á hendur Baldwin og öðrum framleiðendum myndarinnar þar sem farið var fram á skaðabætur vegna dauða hennar.

Í frétt Deadline kemur fram að Baldwin og aðrir framleiðendur hafi komist að samkomulagi við fjölskylduna. Hún hefur á móti fallist á að einkamálinu verði vísað frá dómi.

Samkvæmt samkomumlaginu verðir Matthew Hutchins yfirframleiðandi myndarinnar (e. executive producer). Tökum á myndinni verður jafn framt framhaldið í janúar á næsta ári. Tökur hafa legið niðri frá því að atvikið átti sér stað.

Í yfirlýsingu frá Hutchins segir að fjölskyldan hafi engan áhuga á því að kenna einum né neinum um dauða Halynu. Allir aðilar málsins séu sammála um að dauði hennar hafi verið hræðilegt slys.

Saksóknarar í Nýju-Mexíkó hafa enn ekki gefið út hvort að ákærur vegna dauða Hutchins verði gefnar út.


Tengdar fréttir

Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna

Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað.

„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“

„Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust.

„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin

„Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á.

Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins

Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.